Kaflaskipt ár

Fyrstu þrjá mánuði ársins gekk á með úrkomu og skaki en síðan stytti upp og róaðist. Hvort nú breytir um aftur er enn ekki ljóst - meðan við bíðum frekari frétta af því skulum við líta á tvö línurit sem sýna staðfestu veðurlagsins vel.

w-blogg190712a

Myndin sýnir reiknaða norðanátt á landinu öllu á hverjum degi frá 1. janúar til 30. júní 2012. Hér tákna jákvæð gildi að meðalvindur hafi verið úr norðri en neikvæð sýna hvenær suðlægar áttir voru ríkjandi. Kvarðinn er í m/s. Lárétti kvarðinn markar tímann og er merki sett við 15. hvers mánaðar. Hér virðast skiptin eiga sér stað um 10. apríl. Fyrir þann tíma er talsverður öldugangur í áttinni - hún er þó lengst af suðlæg það eru aðeins örfáir dagar sem ná yfir núllið - í fjórum köstum.

Eftir 10. apríl er áttin hins vegar oftast úr norðri - helsta undantekningin er í hlýindunum í lok maí, um það leyti var sunnanátt í nokkra daga og bjó til hæðarhrygginn mikla sem síðan hefur ráðið veðri hér - og hefur endurnýjað sig nokkrum sinnum.

Umskiptin sjást líka mjög vel á hinni myndinni, en hún sýnir daglegt hlutfall stöðva þar sem úrkoma mælist 0,5 mm eða meir. Tölurnar eru þúsundustuhlutar (prómill). Talan þúsund merkir að úrkoma hafi mælst 0,5 mm eða meir á öllum veðurstöðvum landsins. Það hefur reyndar ekki gerst nema einu sinni á þessari öld (á þorláksmessu 2008).

Á sama hátt þýðir talan núll að úrkoma hafi hvergi mælst 0,5 mm eða meiri. Það hefur gerst að meðaltali um fjórum sinnum á ári á öldinni en það sem af er þessu ári finnast tíu slíkir dagar (en þeim fækkar líklega eitthvað þegar upplýsingar hafa borist frá öllum stöðvum).

w-blogg1907112

Hér sjást kaflarnir tveir sérlega vel. Fram til 10. apríl er úrkoma 0,5 mm eða meiri á nærri tveimur þriðju hlutum stöðva og aðeins sárasjaldan á færri stöðvum en 40 prósentum. Á seinna skeiðinu er meðaltalið hins vegar aðeins um 22 prósent - langt undir meðallagi. Það er skemmtilegt að sjá hvernig úrkomudagarnir komu þá í 5 til 6 gusum með um það bil 10 daga millibili.

En hvað gerist nú? Óvenju djúp lægð stefnir í átt til landsins. Upplagt er að prófa mælistikuna sem hér var fjallað um fyrir nokkrum dögum. Hversu óvenjuleg verður hún? Síðan er spurningin hvort hún nær að róta upp í bylgjumynstrinu þráláta þannig að það falli í annan farveg en verið hefur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 286
  • Sl. sólarhring: 482
  • Sl. viku: 2081
  • Frá upphafi: 2413101

Annað

  • Innlit í dag: 272
  • Innlit sl. viku: 1872
  • Gestir í dag: 270
  • IP-tölur í dag: 268

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband