Júní afhjúpast smám saman (ţurrkatal)

Nú (17. júlí) er samantekt veđurupplýsinga júnímánađar ţađ langt komin ađ hćgt er ađ líta betur á úrkomuna (ţurrkinn) í lengra og víđara samhengi. Mánuđurinn var ţurrasti júní í Stykkishólmi frá upphafi mćlinga en hér er lítum viđ á landiđ í heild. Ţađ skal ţó tekiđ fram ađ ţetta er meira til gamans gert heldur en annađ - og til bráđabirgđa ţar til öll gögn eru komin í hús. Tölur munu ţá eitthvađ breytast og pistill ţessi ţví úreldast.

Ţađ sem hér fer á eftir verđur ađ teljast heldur ţurrt nördafóđur og dugir ekki ađ blanda mjólk út í til mýkingar. Tygging og smjatt duga betur.

Hungurdiskar hafa stöku sinnum vitnađ í ţurrkavísitölur ritstjórans. Ţćr eru í ađalatriđum tvćr, annars vegar er úrkomutíđni mánađar mćld - en hins vegar er reynt ađ slá á hlutfallslegt magn. Viđ köllum ţá fyrrnefndu einfaldlega tíđnivísitöluna (t-vísitölu) en ţá síđari magnvísitöluna (m-vísitölu).

T-vísitalan er ţannig fengin ađ lagđur er saman heildarfjöldi ţeirra daga ţar sem úrkoma á veđurstöđ mćlist 0,5 mm eđa meiri. Síđan er deilt í ţann fjölda međ heildarfjölda allra athugunardaga í mánuđinum. T-vísitalan nćr aftur til ársins 1926.

M-vísitalan er heldur flóknari í reikningi en hér nćgir ađ vita ađ mánuđurinn fćr tölu sem sýnir međalúrkomumagn mánađar sem hlutfall af međalúrkomu ársins 1971 til 2000. M-vísitalan hefur veriđ reiknuđ aftur til 1870 - en ţó er varla mikiđ vit í henni fyrstu 50 árin eđa svo.

Báđar vísitölurnar eru mjög lágar í nýliđnum júní - međ ţví lćgsta sem ţekkist. Ekki er vitađ um lćgri t-vísitölu í nokkrum júnímánuđi, en munur á júní nú og júní 1991 og 1971 er ţó ekki marktćkur. Sé júní nú borinn saman viđ alla mánuđi reynast ađeins tveir mánuđir hafa lćgri t-vísitölu, maí 1931 og sami mánuđur 1932. Litlu munar á júní nú og fáeinum mánuđum öđrum.

Sé litiđ á m-vísitöluna eru ţrír júnímánuđir ţurrari heldur en nú, 1991, 1916 og 1909. Varlegt er ţó ađ treysta eldri mćlingunum í ţessu tilviki.

Veđur var mjög stađviđrasamt í júní - litlar og hćgfara hreyfingar voru á ţrýstikerfum. Ţetta kemur vel fram í vísitölu sem sýnir međalbreytingu ţrýstings frá degi til dags. Ţví hćrri sem vísitalan er ţví meiri gangur hefur veriđ í ţrýstikerfaumferđinni viđ landiđ. Reiknađ hefur veriđ allt aftur til 1823 - og eru mćlingarnar áreiđanlegar ađ minnsta kosti aftur til 1840. 

Breytileikavísitalan hefur ekki veriđ jafnlág eđa lćgri í júní síđan 1912 - í hundrađ ár og eru ekki nema fjórir júnímánuđir á 19. öld međ lćgri vísitölu, í lćkkandi röđ: 1837, 1860, 1839 og 1824. Vísitalan hefur ekki veriđ jafnlág eđa lćgri í nokkrum mánuđi síđan í júlí 1939 (sólarmánuđinn mikla). Á allri tuttugustu öld var vísitalan ađeins ţrisvar sinnum lćgri í nokkrum mánuđi heldur en nú, í ţeim tveim tilvikum sem ţegar hafa veriđ nefnd - og einnig (lćgst) í ágúst 1910. Milli 1840 og 1900 gerđist ţetta ađeins ţrísvar, í júní 1860 eins og áđur var nefnt en síđan einnig í júlí 1888 og 1862. Slatti af mánuđum er lćgri fyrir 1840 - á óöruggara skeiđi mćlinganna (nema ađ veđurfar hafi ţá í raun og veru veriđ öđruvísi heldur en nú).

Ţađ sem af er hefur júlímánuđur veriđ óvenju ţurr um mestallt land og maí var einnig ţurr sums stađar á landinu. 

Nú eiga ţrjú minniháttar lćgđardrög (köld) ađ fara suđaustur yfir landiđ nćstu tvo daga ţar međ verđur loft óstöđugra og líkur aukast á skúrum - einkum síđdegis - en líka á öđrum tímum. Síđan á óvenju djúp lćgđ ađ fara til austurs skammt fyrir sunnan land - eitthvađ rignir međ henni. Hvađ svo gerist í framhaldinu er allsendis óvíst.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 32
 • Sl. sólarhring: 83
 • Sl. viku: 1500
 • Frá upphafi: 2356105

Annađ

 • Innlit í dag: 32
 • Innlit sl. viku: 1405
 • Gestir í dag: 32
 • IP-tölur í dag: 32

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband