11.7.2012 | 00:29
Hvenær kemur þokan?
Lítið hefur verið um þoku í sumar við strendur landsins. Það stafar fyrst og fremst af hinni eindregnu norðanátt sem séð hefur til þess að loftið yfir sjónum hefur lengst af verið kaldara heldur en hann. Til þess að þoka myndist þarf langoftast hitahvörf sem myndast við það að hlýtt loft streymir yfir kaldan sjó. En hafa ber í huga að þokan á sér ýmsar flækjuhliðar sem falla ekki að þessari einföldustu mynd.
Við höfum áður litið á spár evrópureiknimiðstöðvarinnar um skynvarmaflæði milli yfirborðs (lands eða sjávar) og neðstu loftlaga. Hér er eitt slíkt kort til viðbótar. Það gildir kl. 18 miðvikudaginn 11. júlí.
Á rauðu svæðunum streymir varmi frá sjó (eða landi) í loft, en á þeim grænu kælir sjórinn loftið. Á hvítu svæðunum má vart sjá hvort flæðið hefur betur - það er ekki fjarri jafnvægi.
Vindátt og styrkur eru gefin til kynna með mislöngum örvum og á rauða svæðinu fyrir sunnan land er norðanátt ríkjandi austan til en suðaustanátt vestar. Suðaustanáttin er ekki hlýrri en svo að sjór er hlýrri heldur en hún allt þar til kemur vestur á mitt Grænlandshaf sunnanvert. Þar skiptir snögglega um og loftið er þar hlýrra heldur en sjórinn (grænu og gulu svæðin). Stórt svæði á Grænlandssundi er gult eða grænt - þar ríkir sjávarkuldi og hafís er enn á sveimi (hann sást raunar frábærlega vel á gervihnattamyndum í dag (þriðjudag) og í gær eins og sjá má í nokkra daga á vef Veðurstofunnar).
En nú hitnar sjórinn á hverjum degi í sólskininu þannig að tíminn hefur unnið gegn þokunni. Þokugluggi sumarsins er að meðaltali ekki langur (en mislangur eftir landsvæðum). Þótt skynvarmaflæði sé nú um það bil í jafnvægi tapar sjórinn sífellt varma við uppgufun (sem knúin er af sólskininu með aðstoð þurra vinda). Þoka getur reyndar lokað fyrir það - en fyrst verður hún að myndast. Þetta nefnist dulvarmastreymi.
Mikill munur er á skynvarmaflæði dags og nætur á landi. Sólin hitar landið og landið hitar loftið að deginum, en að næturlagi getur þetta snúist við - og gerir það oft. Yfirborð landsins kólnar þá mun hraðar heldur en loftið - en það fer að vísu eftir aðstæðum öllum hvort það gerist og hversu hratt. Förum ekki nánar út í það að sinni.
En svarið við spurningunni í fyrirsögninni vita hungurdiskar ekki (frekar en venjulega) - en fylgjast spenntir með ástandi og horfum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 118
- Sl. sólarhring: 201
- Sl. viku: 1680
- Frá upphafi: 2452786
Annað
- Innlit í dag: 110
- Innlit sl. viku: 1552
- Gestir í dag: 108
- IP-tölur í dag: 107
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Hér á Húnaflóaveðurvæðinu hefur þokan verið blessunarlega sjaldséð í vor og sumar og okkur þykir það ekkert leiðinlegt, þrátt fyrir þennan þráláta þurrk, sem allt grænt er að drepa. Fáfróðir velta fyrir sér, hvort eitthvert samhengi geti verið milli þokuleysis og þess, að hafís fór með minna móti, skv. kortum og öðrum hafísupplýsingum, austur fyrir norðan land?
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 10:15
Já Þorkell, greinilegt samband er á milli hafíss og þoku hér við land - þó ekki alveg einhlítt. Kaldur sjór gerir þó sama „gagn“ og ís. Nú er hlýr sjór undan Norðurlandi og þar sem loftið hefur komið frá kaldari svæðum í allt vor hlýnar það að neðan og sá raki sem úr sjónum kemur nær ekki að þéttast og mynda þoku. Hafísmagn er reyndar ekki svo fjarri meðallagi síðustu 30 ára að því er ég held. En þótt sjórinn sé hlýr myndi samt koma þoka ef yfir hann kæmi almennilega hlýtt loft en á því hefur lítið borið í sumar þrátt fyrir allt sólskinið. Varla að hitinn slefi í 20 stig síðdegis í bestu sveitum og liggur við að frost geri á nóttum í heiðríkjunni.
Trausti Jónsson, 12.7.2012 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.