Hlýjustu júlídagarnir

Við lítum nú á hlýjustu júlídaga á landinu frá og með 1949 til og með 2011. Reiknaður er meðalhiti á öllum stöðvum, búinn til listi og litið á nokkur hæstu gildin. Hæstu landsmeðalhámörk og landsmeðallágmörk fá einnig sína lista. Allar tölur eru í °C.

Fyrst kemur meðalhiti sólarhringsins á öllum mönnuðum veðurstöðvum.

röðármándagurmeðalh.
1200873015,73
2198073115,21
3200872815,04
4200872914,87
5195572414,74
619917514,72
7199771914,46
819917714,39
920097214,36
10198073014,22
1120097114,09
1219497714,07
13200371814,04
1419917414,03
15200472913,97

Veðurnörd kannast við marga þessara daga. Efstur á lista er 30. júlí 2008 en þann dag mældist hærri hiti en nokkru sinni í Reykjavík, 25,7 stig á kvikasilfursmælinum og hiti fór í 29,7 stig á sjálfvirku stöðinni á Þingvöllum. Litlu mátti muna að landshitametið (30,5 stig) félli. - En það gerðist ekki. Tveir aðrir dagar úr sömu hitabylgju eru í þriðja og fjórða sæti.

En í öðru (og 10. sæti) eru einnig eftirminnilegir dagar í lok júlímánaðar 1980. Þá gerðist sá einstaki atburður að aðfaranótt þess 31. fór hiti í Reykjavík ekki niður fyrir 18,2 stig. Þá nótt var ritstjórinn á vakt á Veðurstofunni og var setið úti á svölum milli vinnutarna.

Í fimmta sæti er 24. júlí 1955 - sumarið er enn kallað rigningasumarið mikla á Suður- og Vesturlandi. Þá voru miklir hitar norðanlands og austan og þar er sumrinu enn hrósað jafnmikið og því er hallmælt syðra. Hiti komst í 27,3 stig í Fagradal í Vopnafirði. Um svipað leyti mældist hæsti hiti júlímánaðar í Þórshöfn í Færeyjum, 22,1 stig (birt án ábyrgðar).

Veðurnörd muna ábyggilega eftir fleiri dögum á listanum, t.d. júlídögunum hlýju 1991, en þá fór hiti í 29,2 stig á Kirkjubæjarklaustri - reyndar þann 2. en þá var þokusælt víða um land og hitinn flaut ofan á. Júlí 2009 á einnig tvo daga á listanum, fyrri daginn komst hiti í 26,3 stig á Torfum í Eyjafirði. Og 7. júlí 1949 komst hiti í 28,3 stig á Hallormsstað - glæsilegt.

Listi yfir hæstu meðalhámörk er svipaður:

röðármándagurm.hámark
1200873020,83
2200872920,30
3198073120,04
4200873119,31
5200371819,12
6195572419,03
719917718,88
8200872618,83
919917618,68
10195572518,54

Júlílokin 2008 standa sig enn betur með fjórar tölur af tíu og aðrir dagar kunnuglegir af fyrri lista. Dagurinn hlýi í júlí 2003 á 27,1 stig á sjálfvirku stöðinni á Hallormsstað.

Hæstu meðallágmörkin eru næst. Við getum talað um hlýjustu næturnar (nóttin í nótt - aðfaranótt 10. júlí lítur ekki vel út).

röðármándagurm.lágmark
119917512,28
2195572512,11
3198073112,06
4200072211,88
5199772011,70
620097211,63
7200873111,61
820097311,46
9199771911,45
10200071611,30

Hér breytist röðin aðeins, 5. júlí 1991 nær efsta sæti og 25. júlí 1955 öðru. Síðan koma tvær dagsetningar sem ekki eru á fyrri listum, 22. júlí árið 2000 og 20. júlí árið 1997. Neðar á listanum eru tveir aðrir fulltrúar júlímánaða þessara tveggja ára.

Að lokum skulum við líta á lista yfir mestu þykkt sem kemur fram í júlí við Ísland í endurgreiningunni amerísku - þar má e.t.v. finna skæða eldri keppinauta um hlýjustu júlídaga mælingasögunnar.

röðármándagurþykkt
119397195652
219527235647
320047255647
419557245641
51977795641
61975745638
719117115634
819457285634
919337175633
1019417315628
1119287215627

Þykktin er hér gefin upp í metrum. Fari þykktin upp fyrir 5580 metra fara met að vera líkleg. - En eins og við vitum mælir þykktin meðalhita í neðri hluta veðrahvolfs. Stundum liggur frekar þunnt lag af köldu sjávarlofti undir og spillir fyrir. Met eru þess vegna líklegust þar sem vindur stendur af landi - gegn hafgolunni. Mjög há þykkt fylgir háloftahæðum og vindur er þá oft mjög hægur og sjávarloft flæðir hindrunarlítið inn á landið - algjört happdrætti. En það getur verið gaman að happdrættum þótt maður vinni sjaldan.

Við sjáum að hér eru dagsetningar eftir 1948 ekki áberandi - og þá flestar aðrar en voru á efri listum. En það er fróðlegt að líta á fáeinar tölur. Dagurinn i fyrsta sæti er bara toppurinn á miklu hitabylgjufjalli síðari hluta júlímánaðar 1939 - hiti var 25 stig í Reykjahlíð við Mývatn og 25,5 í Möðrudal. Aðalhlýindin komu á Suður- og Vesturlandi dagana á eftir. Þetta fræga sumar var sérlega hitabylgjuvænt.

Í öðru sæti er (óvænt) 23. júlí 1952. Sumarið það er frekar þekkt fyrir kulda heldur en hita, en hiti komst samt í 25,7 stig í Möðrudal þennan dag. Það er alvöruhiti.

Í þriðja sæti er 25. júlí 2004 - auðvitað í skugga hitabylgjunnar miklu í ágúst það ár.

Í fjórða sæti er einn daganna hlýju 1955 sem voru á öllum listum hér að ofan, en í því fimmta er óvæntari dagur, 9. júlí 1977 - en gaf vel því daginn eftir fór hiti á Hallormsstað í 25,3 stig.

Sumarið 1975 var eitt af þeim endalausu rigningasumrum sem voru í uppáhaldi hjá veðurbyrgjum þess tíma, en þennan dag náði Akureyri glæsilegum 27,6 stigum.

Við ljúkum yfirferðinni með 11. júlí 1911 - en þá gerði eina af ofurhitabylgjum mælingatímans. Hiti fór i 29,9 stig á Akureyri og verst er hversu hámarksmælar landsins voru fáir um þetta leyti. Sunnlendingar misstu hins vegar af deginum í þokusúldarbrælu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040524c
  • w-blogg040524b
  • w-blogg040524a
  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 227
  • Sl. sólarhring: 314
  • Sl. viku: 1313
  • Frá upphafi: 2352272

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 1184
  • Gestir í dag: 191
  • IP-tölur í dag: 191

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband