Heiđríkur dagur

Í dag (miđvikudaginn 30. maí) var um miđjan dag nćr heiđríkt á landinu. Smábreiđa af góđviđrisbólstrum var yfir landinu suđvestanverđu en ađ öđru leyti mátti heita heiđskírt.

En undir kvöld kom miđ- og háskýjabreiđa úr norđri inn á landiđ og ţakti stóran hluta ţess um tíma eins og sést á myndinni hér ađ neđan. Hún á ađ ţola lítilsháttar stćkkun. Ţetta er hitamynd frá noaa og tekin um hálftíuleytiđ. Hćstu ský eru hvít, ţau eru köldust.

w-blogg210512

Ef vel er ađ gáđ ćtti allt vestanvert landiđ ađ sjást á myndinni. Viđ sjáum líka mjó og heiđhvít fjallabylgjuský yfir Norđausturlandi og fleiri lćgri bylgjur eru á svipuđum slóđum. Yfir liggur miđ- eđa háskýjabreiđa sem hreyfist hratt suđur.

Skýjakerfiđ er í vesturjađri háloftabylgju sem er á hrađri suđurleiđ austan viđ land og er 30-40 m/s vindstrengur úr norđri samfara bylgjunni í efri hluta veđrahvolfs. Ađ ţessu sinni fer kuldakastiđ ađ norđan rétt hjá en angrar okkur vonandi ekki. Talsverđ leiđindi verđa hins vegar af ţví í sunnanverđri Skandinavíu á morgun og nćstu daga.

Samfara lćgđardraginu dettur ţykktin austanlands niđur um 100 metra (u.ţ.b. 5°C) en hćkkar fljótt aftur. Ţetta er fyrsta lćgđardragiđ af nokkrum sem munu nćstu vikuna naga austurjađar hćđarinnar hlýju sem fćrt hefur okkur góđviđriđ. Verđur talsvert spennandi ađ fylgjast međ smjattinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg111119c
 • w-blogg111119b
 • w-blogg111119a
 • w-blogg04119a
 • w-blogg031119a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.11.): 132
 • Sl. sólarhring: 179
 • Sl. viku: 1551
 • Frá upphafi: 1850156

Annađ

 • Innlit í dag: 115
 • Innlit sl. viku: 1337
 • Gestir í dag: 101
 • IP-tölur í dag: 93

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband