Dćgurhámörk í júní

Nú er allt í einu kominn júní. Maí stendur í járnum hvađ hita varđar. Kuldinn um og fyrir miđjan mánuđ reiđ honum á slig en hlýindin síđustu vikuna rúma hefur togađ hann upp aftur. Veđurstofuyfirlitiđ kemur vćntanlega innan skamms.

Í kuldunum um ţetta leyti í fyrra fjölluđu hungurdiskar oftar en einu sinni um dćgurlágmörk júnímánađar - en skildu hámörkin eftir. Úr ţví er nú bćtt en rétt ađ minna á ađ listar af ţessu tagi eru sjaldnast alveg skotheldir.

Annars lítur fyrsta vinnuvika júnímánađar ekkert sérstaklega vćnlega út núna á fimmtudagskvöldi međ leiđindakuldakasti í kortunum. Auk ţess gerir mánađarspá evrópureiknimiđstöđvarinnar ráđ fyrir hálfs mánađar norđaustanţrćsingi. Viđ huggum okkur viđ ţađ ađ hún er oft vitlaus. En meir um ţađ síđar ef af verđur.

tx_landid_juni

Hćst trónir íslandshitametiđ frá Teigarhorni 22. júní 1939. Um ţađ má frćđast í pistli á vef Veđurstofunnar. Víđa var hlýtt á landinu í nokkra daga, m.a. náđi Akureyri 28,5 stigum daginn áđur.

Dagurinn heiti 23. júní 1974 er veđurnördum enn minnisstćđur, en ţá fór hiti á Akureyri í 29,4 stig. Hiti hefur náđ 22 stigum á landinu alla daga júnímánađar. Lćgst situr sá 13. en hann á ađeins 22,4 stig og hefur beđiđ í nćrri hundrađ ár eftir hćrri tölu - hún hlýtur ađ fara ađ koma. Í viđhengi má sjá tölur allra daga ásamt ţví hvađa stöđvar eiga metin.

Ámóta línurit fyrir Reykjavík er óttalega ámátlegt í samanburđinum. Ţađ eru ađeins 9 af 30 dögum sem geta státađ sig af 20 stigum ög ansi fornir sumir, m.a. hćsti júníhitinn. Hann er 24,7 stig og mćldust ţau ţann 24. 1891.

tx_rvk_juni

Reykjavík er ţannig í sveit sett ađ á heiđríkum sólardögum blćs frekar köld hafgola utan af Flóanum. Hlýjustu stundirnar koma ţegar einhver ţrýstivindur er til stađar úr austri og hafgolan nćr ekki inn. Annars er ţađ eftirtektarvert hvađ hitinn í Reykjavík getur endrum og sinnum skotist hátt í tiltölulegra lágri ţykkt - ađalatriđiđ er ađ halda hafgolunni úti. Sömuleiđis stendur mikil ţykkt sjaldnast undir vćntingum í Reykjavík vegna hafgolunnar. Um ţetta má lesa á bls. 14 í ritgerđ ritstjórans Hitabylgjur og heitir dagar(sem fer nú ađ ţarfnast endurskođunar). Hún er fáanleg á vef Veđurstofunnar. 

Í viđhenginu er listi yfir dćgurhámörk í júní í Reykjavík og ártöl ţeim fylgjandi. Ţar er einnig sambćrilegur listi fyrir Akureyri. Ţar virđist vera slćđingur af tvöföldum hámörkum auk ţess sem hámarksmćlingar voru ekki gerđar ţar fyrr en um 1935.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 178
  • Sl. sólarhring: 290
  • Sl. viku: 1752
  • Frá upphafi: 2350379

Annađ

  • Innlit í dag: 116
  • Innlit sl. viku: 1565
  • Gestir í dag: 112
  • IP-tölur í dag: 111

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband