Heiðríkur dagur

Í dag (miðvikudaginn 30. maí) var um miðjan dag nær heiðríkt á landinu. Smábreiða af góðviðrisbólstrum var yfir landinu suðvestanverðu en að öðru leyti mátti heita heiðskírt.

En undir kvöld kom mið- og háskýjabreiða úr norðri inn á landið og þakti stóran hluta þess um tíma eins og sést á myndinni hér að neðan. Hún á að þola lítilsháttar stækkun. Þetta er hitamynd frá noaa og tekin um hálftíuleytið. Hæstu ský eru hvít, þau eru köldust.

w-blogg210512

Ef vel er að gáð ætti allt vestanvert landið að sjást á myndinni. Við sjáum líka mjó og heiðhvít fjallabylgjuský yfir Norðausturlandi og fleiri lægri bylgjur eru á svipuðum slóðum. Yfir liggur mið- eða háskýjabreiða sem hreyfist hratt suður.

Skýjakerfið er í vesturjaðri háloftabylgju sem er á hraðri suðurleið austan við land og er 30-40 m/s vindstrengur úr norðri samfara bylgjunni í efri hluta veðrahvolfs. Að þessu sinni fer kuldakastið að norðan rétt hjá en angrar okkur vonandi ekki. Talsverð leiðindi verða hins vegar af því í sunnanverðri Skandinavíu á morgun og næstu daga.

Samfara lægðardraginu dettur þykktin austanlands niður um 100 metra (u.þ.b. 5°C) en hækkar fljótt aftur. Þetta er fyrsta lægðardragið af nokkrum sem munu næstu vikuna naga austurjaðar hæðarinnar hlýju sem fært hefur okkur góðviðrið. Verður talsvert spennandi að fylgjast með smjattinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband