Hlýtt á Grænlandi

Hæðin góða sem fært hefur okkur hlýindi undanfarna daga setur ekki aðeins hitamet í Borgarfirði  heldur líka á Grænlandi.

Í dag mældist hiti í Narsarsuaq 24,8 stig og er að sögn dönsku veðurstofunnar  nýtt maímet á þeim slóðum. Mjög hlýtt virðist hafa verið um mestalla Eystribyggð. En víðar varð hlýtt á Vestur-Grænlandi. m.a. í Syðri-Straumfirði þar sem hiti fór hiti upp í 21,4 stig. Grænlenska útvarpið (knr.gl) getur um hitana í frétt. Rétt er að taka fram að danska veðurstofan notar gjarnan ekki eldri athuganir en frá 1958 þegar fjallað er um met á Grænlandi, ómögulegt er að segja hvort það á við að þessu sinni.

Oft er hlýtt í grænlenskum innfjörðum en sjaldnar úti á ströndinni. Tölvuspár eiga örugglega erfitt með að spá rétt fyrir um hita á svæðinu milli jökuls og strandar þar sem landslag er að auki stórskorið mjög. En við lítum til gamans á eina slíka spá. Hún er frá evrópureiknimiðstöðinni og gildir kl. 18 á morgun (miðvikudaginn 30. maí).

w-blogg300512

Þetta kort sýnir lofthita eins og hans er að vænta í 2 metra hæð frá yfirborði í líkaninu. Stækka má kortið talsvert með músarsmellum og ætti kvarðinn þá að sjást betur. Örvarnar sýna vindátt og vindhraða.

Á kortinu er rauður lindi meðfram mestallri Grænlandsströnd, dekkstur vestan við jökul. Þar má yfir Vestribyggð (í fjörðum inn af Nuuk) sjá töluna 19,9 stig. Líkanið segir meir en 10 stiga hita í innfjörðum Scoresbysunds. Á Grænlandi gilda sömu lögmál og hér, mikil þykkt gefur tóninn en síðan fer það eftir vindum og skýjafari hvernig gengur að hreinsa burt kalt sjávarloftið.

Á Íslandi er talan 17,0 sett yfir Borgarfjörð á kortinu. Á samskonar korti sem sýndi hita kl. 18 í dag (þriðjudag) var talan 16,2 sú hæsta yfir Íslandi, en hiti var þá 17,7 stig á Húsafelli í Borgarfirði, en hiti í Borgarfirði komst hæst í dag í 21,6 stig í Stafholtsey.

En þótt kort af þessu tagi sýni mjög vel mun á hlýjum dögum og köldum verður að taka nákvæmninni mjög af varúð. Vatnajökull er t.d. bæði lægri og stærri í líkaninu heldur en hann er í raun og veru. Því má búast við því að hitaspár í námunda við hann séu mjög aflagaðar.

Taka má eftir dálitlum frostbletti (-1,2°C) ekki langt undan Vestfjörðum. Þarna er ábyggilega hafís í líkaninu og ekki ótrúlegt að hann sé þar í raun og veru. Þótt hiti yfir sjó fylgi sjávarhitanum í stórum dráttum er hann ekki nákvæmlega sá sami. Þar sem kalt loft berst hratt yfir hlýjan sjó getur munað miklu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 2477
  • Frá upphafi: 2434587

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2201
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband