26.5.2012 | 01:31
Af afbrigðilegum maímánuðum - síðari hluti, austan- og vestanáttir
Nú kemur að síðari hluta umfjöllunar um þrálátar höfuðvindáttir í maí. Þar með er lokið yfirferð um alla mánuði ársins. Viðfangsefnið nú er austan- og vestanþráhyggja. Notaðir eru sömu fimm flokkunarhættir og áður.
1. Mismunur á loftþrýstingi norðanlands og sunnan. Þessi röð nær sem stendur aftur til 1878. Gengið er út frá því að sé þrýstingur hærri norðalnlands heldur en syðra séu austlægar áttir ríkjandi. Líklegt er að því meiri sem munurinn er, því þrálátari hafi austanáttin verið.
Meginhluta ársins er austanátt ríkjandi hér á landi, raunar með dálitlum norðanþætti. Í þeim 134 maímánuðum sem hér liggja undir eru aðeins 15 þegar þrýstingur er hærri sunnanlands heldur en fyrir norðan.
En austanáttin var mest í maí 1967. Það var heldur daufur mánuður á Akureyri þar sem ritstjórinn dvaldist um það leyti. Á leiðinni suður undir lok mánaðar var farið um forblauta moldarbólgna vegi og víða var blautur snjókrapi á báða vegu allt suður fyrir Holtavörðuheiði. Vorið var heldur ekki langt komið í Borgarfirði, en syðra var alla vega sólríkt í þessum maí. Áhugasamir ættu að líta á pistil nimbusar um sólríka maímánuði til að fræðast um það.
Næstir í austanáttarröðinni eru þrír mánuðir nánast jafnir, 1904, 1979 og 2011. Við ættum að muna maí í fyrra - þennan með Grímsvatnagosinu, 1979 er sífellt að koma við sögu í metalistum, kaldastur maímánaða - en maí 1904 man enginn nema e.t.v. bókartitilinn: Það voraði vel 1904 (eftir Gunnar M. Magnúss). En voraði vel 1904? Textahnotskurn hungurdiska segir um maí: Nokkuð kalt fram yfir miðjan mánuð, en síðan betri tíð. Hiti í meðallagi. En fjárskaðar urðu eystra í hríðarbyl um miðjan mánuð. Annars var tíð tiltölulega góð 1904 að viðmiði þess tíma.
Vestanátt var mest í maí 1991. Þá var talin hagstæð tíð en mjög úrkomusöm, sérstaklega vestanlands. Næstmest var vestanáttin 1896 og síðan er gæðamánuðurinn 1935 í þriðja sæti. Hann telst hlýjasti maí sem vitað er um á landinu. Maí 1896 fékk góða dóma en mjög úrkomusamt var á Vesturlandi rétt eins og 1991.
2. Styrkur austanáttarinnar eins og hann kemur fram þegar reiknuð er meðalstefna og styrkur allra vindathugana á öllum (mönnuðum) veðurstöðvum. Þessi röð nær aðeins aftur til 1949.
Hér koma áður ónefndir mánuðir við sögu í toppsætum austanáttarinnar, 1982, 1972 og 1976, ólíkir mánuðir. Maí 1982 talinn mjög óhagstæður og kaldur, en maí 1972 góður og hlýr. Kuldakastið mikla í byrjun maí 1982 hefur nokkrum sinnum borið á góma áður hér á hungurdiskum.
Vestanáttin að þessu tali var mest 1991 rétt eins og að ofan, en maí 1956 kemur í öðru sæti með sitt fræga vestanillviðri og saltroki.
3. Gerðar hafa verið vindáttartalningar fyrir þær veðurstöðvar sem lengst hafa athugað samfellt og vindathugunum skipt á 8 höfuðvindáttir og prósentur reiknaðar. Síðan er tíðni norðaustan, austan og suðaustanáttar lögð saman. Þá fæst heildartala austlægra átta. Þessi röð nær aftur til 1874. Ósamfellur eru í röðinni en við þykjumst ekki sjá þær.
Hér er maí 1982 aftur mestur austanmánaða en 1933 og 1965 koma næstir, ólíkir innbyrðis. Í maí 1933 var talin einmunatíð en það orð er notað yfir sérlega hagstætt veðurlag, í maí 1965 var hægviðrasamt og tíð var hagstæð suðvestanlands, en fyrir norðan og austan var mikill hafís og honum fylgdi kuldi við strendur og jafnvel inn til landsins um Norðurland vestanvert.
Vestanáttin var mest í maí 1991 og síðan í maí 1935. Betra samkomulag virðist um vestanáttina heldur en þær austlægu í þessu yfirliti.
4. Fjórði mælikvarðinn er fenginn úr endurgreiningunni amerísku og nær hann aftur til 1871. Fyrstu 20 til 30 árin verðum við þó að taka niðurstöðum greiningarinnar með varúð.
Og enn eru nýir austanáttamánuðir nefndir til sögunnar, maí 1925 og 1931 efstir, en síðan kemur maí 2011 sem nefndur hefur verið áður. Maí 1991 er enn mestur vestanáttarmaímánaða - hann hefur greinilega verið mjög eindreginn, síðan kemur maí 1896 en hann var einnig nefndur hér að ofan.
5. Fimmti kvarðinn er einnig úr endurgreiningunni nema hvað hér er reiknað í 500 hPa-fletinum. Hér er maí 1889 mestur austanáttarmánaða og 1925 í öðru sæti. Vestanáttin var hins vegar mest 1991 og síðan 1896 - rétt eins og áður.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 31
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 2478
- Frá upphafi: 2434588
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 2202
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.