Tćknilega ekki met?

Gríđarleg úrkoma var sums stađar vestast á landinu síđasta sólahring rúman. Í morgun kl. 9 mćldist sólarhringsúrkoman á Lambavatni á Rauđasandi 134,2 mm (óstađfest).  Úrkoma hefur veriđ mćld á Lambavatni síđan 1938. [Síđar kom í ljós ađ talan átti ađ vera 34,2mm en ekki 134,2 - enda miklu trúlegra]. Landsmet maímánađar situr á Kvískerjum í Örćfum, 147.0 mm, mćldist ţann 16. 1973.

En - nú hefur í allt kvöld (laugardaginn 26. maí) stađiđ á vef Veđurstofunnar ađ mest úrkoma á núlíđandi sólarhring hafi mćlst í Grundarfirđi, 147,7 mm. Ekki er enn fariđ ađ jafna sjálfvirkum úrkomumćlingum til meta á mönnuđum stöđvum. Viđ metaáhugamenn getum skriđiđ í ţađ skjól og einfaldlega sagt ađ ţetta sé nýtt mánađarmet á sjálfvirkri úrkomustöđ - án ţess ađ fórna ţví mannađa. Gamla metiđ (nýlegt ţó) var sett í Grunarfirđi 11. maí 2009. Ţá mćldust ţar 136,0 mm.

En - (enn meira en) hvernig hefđi máliđ fariđ ef mönnuđ stöđ vćri í Grundarfirđi? Viđ vitum svo sem ekki hversu mikiđ hefđi komiđ í ţann mćli. Ímyndum okkur samt ađ ţađ hafi veriđ jafnmikiđ - en met hefđi fariđ forgörđum vegna skiptingar úrkomunnar á sólarhringa. Á sólarhringsúrkomukorti sem birtist daglega á vef Veđurstofunnar er miđađ viđ hefđbundinn úrkomusólarhring frá ţví kl. 9 nćstliđins morguns ţar til kl. 9 á mćlidegi. Í morgun (laugardag) sást talan frá Lambavatni, en var 75,4 mm í Grundarfirđi á sama tíma.

Viđ skulum nú líta á mynd sem sýnir úrkomuákefđ í Grundarfirđi undanfarna daga, mćlt er í mm/klst.

w-blogg270512

Lóđrétti ásinn sýnir ákefđina (mm/klst) en sá lárétti klukkustundafjölda frá miđnćtti ađfaranótt ţess 24. Dálítil rigningargusa kom sitt hvoru megin miđnćttis milli 24. og 25. en síđan var ţurrt ađ mestu ţar til seint ađ kvöldi föstudagsins 25. Ţá fór ađ rigna svo um munađi og rigndi baki brotnu ţar til kl. 19 á laugardagskvöld.

Listinn á forsíđu vefs Veđurstofunnar skiptir úrkomunni eftir réttum sólarhringum, fyrsta tala sem tekin er međ er sú sem mćld er kl. 1. Summan frá ţví ţá ţar til stytti upp er 147,7 mm. Rauđa punktalínan sem rís upp í miđjum úrkomukaflanum sýnir hvenćr mönnuđ mćling hefđi átt sér stađ. Viđ sjáum ađ hún skiptir kaflanum nokkuđ snyrtilega í tvennt, 67,3 mm fyrir kl. 9 og síđan 80,4 mm. Ef ţurrt verđur í Grundarfirđi í nótt verđur sú tala á korti Veđurstofunnar í fyrramáliđ. Metiđ teldist ekki gilt - tćknilega.

Úrkoman hefđi getađ hitt enn betur í sólarhringinn ţví frá mćlingu kl. 20 á föstudegi til kl. 19 á laugardegi féllu alls 154,7 mm.

Grundarfjörđur er óvenjulegur úrkomustađur. Í ţessu tilviki er ţađ eins gott ţví svipađ úrkomumagn myndi valda algjöru öngţveiti í Reykjavík og jafnvel stórtjóni. Hámarksákefđin á myndinni, 16,5 mm er međ ţví mesta sem gerist hér á landi en hefur ţó tvisvar veriđ íviđ meiri í Grundarfirđi.

Ţađ vekur furđu ađ öll ţessi úrkoma á Snćfellsnesi norđanverđu og á Vestfjörđum skuli ekki hafa valdiđ einhverjum skriđuföllum.  [Nú í ţessum skrifuđum orđum fréttist af skriđuföllum nćrri Ísafirđi - ţađ hlaut ađ vera].

Dagurinn í dag (laugardagur 26. maí) var mjög hlýr um landiđ austanvert og komst hiti vel yfir 20 stig á allmörgum stöđvum. Enn hlýrra loft verđur yfir landinu á mánudag/ţriđjudag en ţví miđur er gert ráđ fyrir hćgum vindi ţannig ađ óvíst er hvort 20 stiga múrinn verđur líka rofinn ţá. Viđ fylgjumst međ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.8.): 260
 • Sl. sólarhring: 267
 • Sl. viku: 3142
 • Frá upphafi: 1954211

Annađ

 • Innlit í dag: 227
 • Innlit sl. viku: 2768
 • Gestir í dag: 207
 • IP-tölur í dag: 204

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband