7.5.2012 | 00:34
Köldustu dagar í maí
Frá því í ágúst á síðasta ári hafa hungurdiskar mánaðarlega birt pistla með yfirskriftinni köldustu dagar. Er nú komið að maí. Rifja verður upp að hér er einungis litið til síðustu 63 ára, frá og með maí 1949 og til og með 2011. Líklegt er að finna megi enn kaldari daga sé leitað lengra aftur. Einnig er rétt að minna lesendur á pistil sem birtist hér 13. maí í fyrra undir yfirskriftinni: Hvað getur orðið kalt í maí? Þar er fjallað um dægurlágmarksmet maímánaðar - fleiri pistlar í maí í fyrra fjalla einnig um kulda og kalda tíð.
En hverjir eru köldustu maídagarnir? Hér að neðan er tillaga.
röð | ár | mán | dagur | meðalh. |
1 | 1982 | 5 | 1 | -5,32 |
2 | 1982 | 5 | 3 | -5,16 |
3 | 1979 | 5 | 1 | -4,81 |
4 | 1968 | 5 | 3 | -4,28 |
5 | 1979 | 5 | 2 | -4,21 |
6 | 1982 | 5 | 2 | -4,09 |
7 | 1976 | 5 | 4 | -3,86 |
8 | 1968 | 5 | 4 | -3,84 |
9 | 1982 | 5 | 4 | -3,50 |
10 | 1979 | 5 | 3 | -3,48 |
11 | 1979 | 5 | 4 | -3,10 |
12 | 1967 | 5 | 1 | -3,07 |
13 | 1997 | 5 | 5 | -2,94 |
14 | 1979 | 5 | 5 | -2,83 |
15 | 1982 | 5 | 5 | -2,81 |
Reiknaður er meðalhiti í byggð alla maídaga 1949 til 2011 og búinn til listi. Alls eru 1953 dagar á listanum og sjá má þá tuttugu köldustu hér að ofan. Kuldakast í byrjun maí 1982 á fimm daga á listanum þar með þá tvo köldustu. Þriðja maí 1982 var hiti kl. 15 í Reykjavík -3,5 stig og -4,9 stig kl. 18. Ekki glæsilegt. Fyrstu fimm dagar maímánaðar 1979 eru einnig á listanum. Sá mánuður telst sá kaldasti á landinu í heild frá 1866 en e.t.v. var lítillega kaldara í maí það ár.
Síðan er listi yfir daga með lægsta meðallágmarkshitann. Köldustu maínæturnar.
röð | ár | mán | dagur | m.lágm. |
1 | 1982 | 5 | 5 | -7,59 |
2 | 1968 | 5 | 4 | -7,43 |
3 | 1967 | 5 | 1 | -7,13 |
4 | 1982 | 5 | 1 | -6,95 |
5 | 1979 | 5 | 1 | -6,87 |
6 | 1982 | 5 | 2 | -6,76 |
7 | 1968 | 5 | 1 | -6,64 |
8 | 1979 | 5 | 19 | -6,55 |
9 | 1976 | 5 | 5 | -6,52 |
10 | 1982 | 5 | 3 | -6,43 |
Hér lendir 5. maí 1982 efst á listanum (var í því 15. á meðalhitalistanum). Þessa nótt var -7,7 stiga frost í Reykjavík, -15,0 á Staðarhóli í Aðaldal og -16,0 í Möðrudal. Athygli vekur að á listanum skýst 19. maí 1979 upp í 8 sæti. Óvænt að dagur eftir miðjan mánuð skuli komast svo ofarlega - því ört hlýnar að meðaltali eftir því sem á mánuðinn líður.
Að lokum eru þeir dagar sem eiga lægsta meðalhámarkshitann. Dagar þar sem maísólin er falin bakvið ský um mestallt land í hvassri norðanátt. Ekki er einu sinni hlýtt um hádaginn sunnan undir vegg í Kópavogi (og er þá fokið í flest skjól).
röð | ár | mán | dagur | m.hámark |
1 | 1982 | 5 | 1 | -3,36 |
2 | 1979 | 5 | 1 | -2,60 |
3 | 1982 | 5 | 3 | -2,42 |
4 | 1982 | 5 | 2 | -2,21 |
5 | 1979 | 5 | 2 | -1,84 |
6 | 1982 | 5 | 4 | -0,98 |
7 | 1949 | 5 | 5 | -0,91 |
8 | 1949 | 5 | 6 | -0,89 |
9 | 1979 | 5 | 3 | -0,81 |
10 | 1976 | 5 | 4 | -0,42 |
Fyrsti maí 1982 og 1979 eru í efstu sætunum og fleiri dagar úr sömu syrpu fylgja á eftir. Þá birtast 5. og 6. maí 1949 á listanum. Þá var getið um vatns- og rafmagnsskort á Ísafirði vegna snjóa. Vorið 1949 var eftirminnilegt fyrir kulda og snjó, tíð batnaði ekki að ráði fyrr en eftir miðjan júní þegar gerði meiriháttar hitabylgju - í flokki þeirra mestu.
Langyngsti dagurinn á listunum hér að ofan er 5. maí 1997 og er það til merkis um hlýindi á síðari árum. Þó er það svo að slatti af leiðinlegum kuldaköstum hefur komið á nýrri öld - þau hafa þó ekki keppt um listasæti. Mörg þeirra hafa verið seint á ferð í mánuðinum t.d. það sérlega leiðinlega kast sem gerði í fyrra (2011).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 89
- Sl. sólarhring: 155
- Sl. viku: 2010
- Frá upphafi: 2412674
Annað
- Innlit í dag: 86
- Innlit sl. viku: 1760
- Gestir í dag: 81
- IP-tölur í dag: 75
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Verst að kuldakatið hrollvekjandi í maí 1943 skuli vera utangarðs.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.5.2012 kl. 01:13
Jú, það er slæmt. En lauslegur samanburður á lægstu lágmörkum kuldakastanna 1982 og 1943 sýnir að víðar var kaldara 1982 heldur en 1943. En keppnin er hörð. Úrskurður bíður betra færis.
Trausti Jónsson, 8.5.2012 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.