Ofarlega á hlýindalistanum

Þrátt fyrir kulda þessa dagana er árið það sem af er mjög ofarlega á hlýindalistanum. Í metingnum er þægilegt að líta á skrá um hita kl.9 að morgni í Stykkishólmi allt frá 1846. Sé meðalhiti reiknaður frá áramótum til fjórða maí fæst þessi topplisti (hiti í °C):

röðármeðalhiti
1á19293,62
2á19642,98
3á20032,06
4á20121,93
5á19261,75
6á18801,71
7á18471,69
8á19741,67
9á19721,49
10á20101,41

Árið okkar, 2012, er þarna í fjórða sæti og talsvert bil er enn niður í það fimmta. En haldist núverandi kuldi lengi sígur auðvitað í. Marktæk fylgni er á milli hita fjögurra fyrstu mánaða árs og meðalhita þess í heild.

Við lítum á mynd þessu til stuðnings.

w-blogg060512

Lárétti ásinn er meðalhiti fyrstu fjögurra mánaða ársins í Stykkishólmi en lóðrétti ásinn sýnir ársmeðalhitann. Ef vel er að gáð má sjá að ártöl standa við alla punktana, allt frá 1846 til 2011. Stækka má myndina til að sjá þetta heldur betur. Fylgnistuðullinn er 0,84 en það segir að meðalhitinn í janúar til apríl skýrir (eða þannig) að um 70% af breytileikanum.  Það er vel af sér vikið af þriðjungi ársins.

Þetta mikla vægi fjögurra mánaða skýrist einkum af tvennu. Annars vegar er breytileiki hitans mun meiri á vetrum en að sumri, mjög kaldur (eða hlýr) vetrarmánuður fær þar með mun meira vægi heldur en kaldur mánuður að sumri. Hins vegar er algengast að hlýir mánuðir komi á hlýjum tímabilum en ekki alveg stakir - og sama með þá köldu.

Þau ár sem eru neðan við rauðu línuna hafa slakað á eftir hlýja byrjun, en þau sem eru ofan við hafa gefið í. Við sjáum að árin 1929 og 1964 sem efst eru á listanum að ofan hafa að vissu leyti valdið vonbrigðum eftir sérlega góða byrjun. Árin 2003 og 2010 gáfu hins vegar í og urðu enn hlýrri heldur en búast hefði mátt við. Sama má segja um fáein ár önnur sem liggja efst í skýinu, t.d. 1939 og 1941.

Bláa lóðrétta línan sýnir nokkurn veginn hvar 2012 er, hvar lendir punktur þess? Það er ólíklegt að það fari upp eða niður úr endum línunnar bláu - en við höfum ekki græna glóru um hvort það lendir ofan eða neðan rauðu línunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1. sæti: 1929 meðalhiti 3,62(!) Skyldu kolefniskirkjutrúboðarnir vita af þessu? Er ekki gráupplagt fyrir ORG og Al Gore að ráðast í að kolefnisjafna fortíðina líka?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 11:29

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ég veit ekki með Al Gore og þá félaga, en þeir sem vilja vita þekkja 1929 og jafnvel einnig 1880 og 1847 sem eru litlu neðar á listanum. Hins vegar á síðasti áratugur þrjú ár á topp tíu.

Trausti Jónsson, 7.5.2012 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 124
  • Sl. sólarhring: 433
  • Sl. viku: 1682
  • Frá upphafi: 2352819

Annað

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 1517
  • Gestir í dag: 113
  • IP-tölur í dag: 113

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband