Enn á norđan

Viđ höfum nú lent inn í norđanáttarsyrpu sem ekki sést hvernig endar. Fyrstu dagana fer kaldasta loftiđ til suđurs austan viđ land en ekki yfir ţađ - viđ vonum ađ ţađ verđi áfram ţannig. En lítum til norđurs - svćđisins sem nánast aldrei er sýnt á sjónvarpsveđurkortum ţrátt fyrir ađ norđanátt sé ríkjandi í háloftunum um 40% tímans hér á landi og helming ţess tíma nánast beint úr norđri.

En kvörtum ekki meir og lítum ţess í stađ á spákort frá evrópureiknimiđstöđinni. Ţađ gildir um hádegi á sunnudag (6. maí). Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru svartar og heildregnar en ţykktin er mörkuđ međ litaflötum. Eins og venjulega er mćlt í dekametrum (dekametri = 10 metrar). Grćn litarbrigđi ţykktarinnar eru ţau algengustu yfir Íslandi á ţessum tíma árs (milli 5280 og 5460 metrar), en sumariđ byrjar í sandgula litnum (5460 til 5520 metrar).

w-blogg050512

Bláu litirnir sýna ţykkt undir 5280 metrum og verđa dekkri niđur á viđ, hvert bil er 60 metrar. Viđ sjáum ađ blái bletturinn rétt austan viđ landiđ hringar sig um ţykkt sem er minni en 5160 metrar. Ţađ er allt of kalt fyrir ţennan árstíma. Jafnframt tökum viđ eftir ţví ađ hćđarlínur og ţykktarborđar liggja nokkurn veginn samsíđa yfir landinu međ nćr sama bili. Ţetta ţýđir ađ norđanáttin undir er hćg.

Mikil hćđ er viđ Suđur-Grćnland - hún hreyfist ekki mikiđ nćstu daga, ţokast e.t.v. suđvestur á bóginn. Ţađ tekur ađ minnsta kosti nokkra daga ađ losna úr stöđunni. En viđ verđum ţó ađ fylgjast međ dökkbláa blettinum norđur af kanadísku heimskautaeyjunum. Ţar er síđasta vígi vetrarkuldans - skćđur kuldapollur sem viđ viljum alls ekki fá nćrri okkur.

Ţegar kuldapollar eins og ţessi eru teknir til skođunar er litiđ á lögun ţeirra. Ţessi er ekki alveg hringlaga - áberandi meiri bratti er sunnan í honum heldur en ţeim hluta sem nćst liggur norđurpólnum. Ţađ ţýđir ađ hann er trúlega á hreyfingu, stefnan er oftast samsíđa ţeim vindum nálćgt honum sem hvassastir eru. Sú stefna er merkt á kortiđ međ hvítri ör. Ef hann breytir ekki um lögun fer hann í meinlausa hringi um íshafiđ.

Viđ getum veriđ róleg međan svo er - en ef hann aflagast getur hann dottiđ í sundur - ţađ er eins og hann verpi eggi - og eggiđ taki á rás. Viđ lítum snöggt á spá evrópureiknimiđstöđvarinnar fyrir ţriđjudag, miđvikudag og fimmtudag - viđ sjáum varpiđ greinilega.

w-blogg050512b

Ísland er neđarlega á myndunum. Á ţriđjudag er pollurinn orđinn langur og mjór og síđan slitnar hann í sundur og sendir afkvćmi til suđurs í átt til landsins. Ađ vanda skal tekiđ fram ađ hungurdiskar spá engu um varpiđ - alls ekki er víst ađ reyndin verđi međ ţessum hćtti. En dćmiđ er stílhreint og fallegt og ćtti ađ festast veđurnördum í minni um ókomin ár - langt fram yfir líftíma hungurdiska. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 257
  • Sl. sólarhring: 479
  • Sl. viku: 1815
  • Frá upphafi: 2352952

Annađ

  • Innlit í dag: 228
  • Innlit sl. viku: 1630
  • Gestir í dag: 219
  • IP-tölur í dag: 217

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband