Viðsnúningur í háloftunum?

Árið 2010 var mjög afbrigðilegt við norðanvert Atlantshaf - hin venjulega hringrás var mjög úr lagi gengin. Mikill háloftahryggur var vestan við land, en venjulega er þar lægðasvæði. Loftþrýstingur hafði sjaldan eða aldrei verið hærri á Íslandi og gríðarleg hlýindi ríktu á Grænlandi - alveg út úr kortinu satt best að segja. Mjög þurrt var á Íslandi.

Í janúar 2011 skipti snögglega um gír og venjulegra ástand tók aftur völdin. Umhleypingar ruddust yfir Ísland og verulega kólnaði á Grænlandi. Úrkoma færðist í aukana hér á landi. Svo fór um síðir að lægðagangurinn fór að verða óvenju þrálátur og þegar árið hringdi út kom í ljós að meðalþrýstingur þess var með allra lægsta móti. Umhleypingarnir héldu áfram fram á árið í ár þar til umskipti urðu aftur fyrir nokkrum vikum.

Þegar litið er á kort sem sýnir meðalhæð 500 hPa flatarins það sem af er apríl kemur í ljós að ástandið er orðið nærri því eins og 2010. Hæðarhryggur vestan við land en lægðardrag liggur úr norðri suður um Bretlandseyjar.

w-blogg290412a

Kortið er úr smiðju bandarísku veðurstofunnar. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru svartar. Rauða línan er sett inn við öldufald hryggjarins. Árið 2010 var mjög hlýtt - þrátt fyrir það að norðlæg átt ríkti í háloftunum. Hiti í þeim aprílmánuði sem nú er að líða hefur verið yfir meðallagi um meginhluta landsins - hæðarbeygjan hefur séð til þess að niðurstreymi hefur verið ríkjandi og auk þess er hún það kröpp að loftið yfir Íslandi er að miklu leyti af suðrænum uppruna. En kalt loft að norðan hefur öðru hvoru stungið sér undir það vestræna.

Kalda loftsins hefur mest gætt á Norðaustur- og Austurlandi og þar hefur hiti sums staðar verið undir meðallagi.

Nú er spurning hvort staðan frá 2010 hefur snúið aftur - eða hvort þetta er millileikur meðan beðið er eftir næsta umhleypingaskammti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1089
  • Sl. sólarhring: 1111
  • Sl. viku: 3479
  • Frá upphafi: 2426511

Annað

  • Innlit í dag: 974
  • Innlit sl. viku: 3130
  • Gestir í dag: 943
  • IP-tölur í dag: 873

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband