Falleg ţykktarbylgja

Á laugardag (28. apríl) gengur dálítil lćgđ til austnorđausturs skammt undan Norđurlandi. Hún hefur skrapađ upp litla bylgju af hlýju lofti og dreifir henni fyrir austan og suđaustan land á sunnudaginn. Viđ lítum á ţykktarspá evrópureiknimiđstöđvarinnar sem gildir á laugardagskvöld.

w-blogg280412

Jafnţykktarlínur eru svartar og heildregnar en litafletir sýna hita í 850 hPa fletinum (í um 1400 metra hćđ). Ţykktin segir til um međalhita í neđri hluta veđrahvolfs, ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Mesta ţykktin á kortinu er í suđvesturjađri hans, viđ sjáum 5540 metrar, en lćgst er hún ţar sem 5100 metra jafnţykktarlínan gćgist inn yfir Grćnlandi. Ekki er mikiđ ađ marka ţykktar- og hitatölur yfir Grćnlandsjökli sjálfum en jađarinn ćtti ađ vera í lagi.

Loftiđ sem streymir niđur austurhlíđar Grćnlands hlýnar og er sem hlýr hryggur fylgi ströndinni. Síđan sjáum viđ hvernig kalda loftiđ laumast til suđurs í átt til Íslands og til suđvesturs um Grćnlandssund.

Örvar eru settar á kortiđ. Sú svarta á ađ sýna hreyfingu kalda bylgjudragsins til austurs, en ţćr rauđu gefa til kynna ađ hlýi hryggurinn flest út hlýjasta loftiđ fer til suđurs en smávegis af ţví smyrst út til austurs.

En kalda loftiđ stendur stutt viđ og viđ fáum nýjan hlýjan hrygg úr suđvestri - ađeins veigameiri heldur en ţennan.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.8.): 185
 • Sl. sólarhring: 216
 • Sl. viku: 3067
 • Frá upphafi: 1954136

Annađ

 • Innlit í dag: 154
 • Innlit sl. viku: 2695
 • Gestir í dag: 139
 • IP-tölur í dag: 135

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband