Falleg þykktarbylgja

Á laugardag (28. apríl) gengur dálítil lægð til austnorðausturs skammt undan Norðurlandi. Hún hefur skrapað upp litla bylgju af hlýju lofti og dreifir henni fyrir austan og suðaustan land á sunnudaginn. Við lítum á þykktarspá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir á laugardagskvöld.

w-blogg280412

Jafnþykktarlínur eru svartar og heildregnar en litafletir sýna hita í 850 hPa fletinum (í um 1400 metra hæð). Þykktin segir til um meðalhita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Mesta þykktin á kortinu er í suðvesturjaðri hans, við sjáum 5540 metrar, en lægst er hún þar sem 5100 metra jafnþykktarlínan gægist inn yfir Grænlandi. Ekki er mikið að marka þykktar- og hitatölur yfir Grænlandsjökli sjálfum en jaðarinn ætti að vera í lagi.

Loftið sem streymir niður austurhlíðar Grænlands hlýnar og er sem hlýr hryggur fylgi ströndinni. Síðan sjáum við hvernig kalda loftið laumast til suðurs í átt til Íslands og til suðvesturs um Grænlandssund.

Örvar eru settar á kortið. Sú svarta á að sýna hreyfingu kalda bylgjudragsins til austurs, en þær rauðu gefa til kynna að hlýi hryggurinn flest út hlýjasta loftið fer til suðurs en smávegis af því smyrst út til austurs.

En kalda loftið stendur stutt við og við fáum nýjan hlýjan hrygg úr suðvestri - aðeins veigameiri heldur en þennan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1046
  • Sl. sólarhring: 1112
  • Sl. viku: 3436
  • Frá upphafi: 2426468

Annað

  • Innlit í dag: 933
  • Innlit sl. viku: 3089
  • Gestir í dag: 905
  • IP-tölur í dag: 838

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband