Óvenjulega hlý ársbyrjun norðaustan- og austanlands

Nú fer að líða að uppgjöri vetrarins. Desember var óvenjukaldur þannig að varla er von á háum hitatölum fyrir veturinn í heild, en uppgjörið fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins er hins vegar óvenjulegt. Svo virðist að meðalhiti þeirra verði sá hæsti norðaustanlands alveg frá 1964. Fyrstu þrír mánuðir þess árs eru í sérflokki um land allt og verður ekki hnikað að þessu sinni. Á Akureyri keppir byrjun ársins nú við þann fræga vetur 1929 um annað sætið í hlýindakeppninni.

Veðurstofan birtir uppgjör fyrir allmargar stöðvar á mánudag eða þriðjudag. Þrátt fyrir mjög hlýja tíð í Reykjavík er þar ekki um topphitakeppni að ræða - einkum vegna þess hve hlýindi síðustu 10 ára hafa verið ótrúleg í langtímasamhengi.

Nú er spurning um snjóa- og ísalög nyrðra - hafa heiðar og fjöll lent í svo miklum hlákum að undan svíði? Eða er þar allt með felldu?

Það þarf auðvitað ekki að taka fram að veðurlag þessara þriggja mánaða segir ekkert um framhaldið. Vetrarhlýindin 1929 og 1964 sáu þó til þess að þessi ár urðu í heild meðal þeirra allra hlýjustu sem vitað er um. Árið 1929 fór kulda að slá að eftir mitt sumar - og vor og sumar 1964 voru ekkert sem vert er að hlakka til.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.4.): 34
 • Sl. sólarhring: 413
 • Sl. viku: 2276
 • Frá upphafi: 2348503

Annað

 • Innlit í dag: 30
 • Innlit sl. viku: 1993
 • Gestir í dag: 30
 • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband