Heiðasti marsdagurinn

Þá er komið að heiðasta marsdeginum í pistlaröðinni um heiðustu daga hvers mánaðar. Myndefnið er eins og oftast áður úr frábæru safni móttökustöðvarinnar í Dundee í Skotlandi. Það nær aftur til haustsins 1978. Keppnin nær hins vegar aftur til 1949.

Heiðasti dagurinn reiknast vera 19. mars 1996, þeir 14. 1962 og 31. 1999 eru þó skammt undan.

w-blogg190312a

Myndin er ekki sérlega skýr og batnar lítið við frekari stækkun. Við sjáum þó að skýjabönd eru við Austfirði og e.t.v. yfir hluta Norðausturlands. Það var mikið fyrirstöðuháþrýstikerfi sem réði ríkjum síðari hluta marsmánaðar 1996. Þennan ágæta dag var miðja þess yfir Suður-Grænlandi og hæg norðvestanátt í háloftunum yfir Íslandi en í henni leystast ský einatt upp í niðurstreymi austan Grænlandsjökuls. Loftþrýstingur fór í 1044,2 hPa í Bolungarvík þennan heiða dag og hefur ekki orðið hærri í mars síðan.

Líka er leitað að skýjaðasta deginum, sú keppni er þó allaf harðari og jafnvel ósanngjarnt að setja einn dag þar á toppinn frekar en aðra. En við reiknum samt og finnum 28. mars 1970, sem var laugardagur í dymbilviku. Dagurinn kemur dálítið á óvart í háloftavestanátt - en ört dýpkandi lægð var fyrir vestan land og um kvöldið gerði snarpt norðanáhlaup - kannski páskahret þess árs?

Einnig er leitað að besta og versta skyggninu. Við skulum taka enn minna mark á þeim niðurstöðum - en varla er hægt að sleppa slíkum metingi - fyrst tækifæri gefst til.

Best reiknast skyggnið hafa verið 20. mars 1996 - daginn eftir þann heiðasta. Það er nærri því trúlegt. Verst var það hins vegar 24. mars 1953. Þá var að ganga í norðanhálaup - eitt hið eftirminnilegasta á þessum tím árs. Sá sem þetta skrifar man það reyndar ekki. En Páll Bergþórsson getur um veðrið dagana 23. til 25. mars í bókinni góðu Loftin Blá(bls. 64) - farið nú og leitið hana uppi. En næstverst var skyggnið 28. mars 1970 (skýjaðasta daginn).   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.5.): 369
 • Sl. sólarhring: 371
 • Sl. viku: 1915
 • Frá upphafi: 2355762

Annað

 • Innlit í dag: 345
 • Innlit sl. viku: 1769
 • Gestir í dag: 325
 • IP-tölur í dag: 324

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband