Kuldapollurinn fer hjá

Miðja kuldapollsins sem pistill hungurdiska fjallaði um í fyrradag er nú um 300 km norðnorðaustur af Melrakkasléttu á leið til austsuðausturs. Eins og sagt var frá í fyrra pistli hefur hann ekki mikil áhrif hér á landi, enn er þó hugsanlegt að frost fari í -20 stig eða meira í nótt þar sem kaldast verður.

En við lítum á kort sem sýnir ástandið á miðnætti (laugardagskvöld). Þetta er þykktarspá frá evrópureiknimiðstöðinni, jafnþykktarlínur eru svartar og heildregnar, lituðu svæðin sýna hita í 850 hPa-fletinum.

w-blogg170312

Sé rýnt í kortið má sjá að innsta jafnþykktarlínan markar umfang svæðis þar sem þykktin er minni en 4940 metrar. Upphitun sjávar veldur því að hringirnir týnast smám saman, þykktin á að vaxa um 120 metra á næsta sólarhring en þá verður miðja pollsins komin nærri því til Noregs. Hlýtt loft sækir hins vegar að okkur úr suðvestri og er þar enn ein lægðin á ferð með leiðindaveðri.

Það þýðir lítið að ætla að telja upp lægðir næstu viku - þær kvu verða margar og sumar bæði blautar og mjög hlýjar. Spár hvísla um að heildarúrkoma næstu 10 til 11 daga verði yfir 100 mm í Reykjavík, það er ekki endilega rétt, en við fylgjumst með ef eitthvað óvenjulegt kemur upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg311024a
  • w-blogg311024b
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 1431
  • Frá upphafi: 2406747

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1304
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband