Af afbrigđilegum marsmánuđum 1

Viđ lítum á fastan liđ um afbrigđilega mánuđi og er komiđ ađ mars. Hverjir eru mestu norđan- og sunnanáttamánuđir sem viđ vitum um? Til ađ ákveđa ţađ notum viđ sömu fimm flokkunarhćtti og hungurdiskar hafa notađ áđur.

1. Mismunur á loftţrýstingi austanlands og vestan. Ţessi röđ nćr sem stendur aftur til 1873. Gengiđ er út frá ţví ađ sé ţrýstingur hćrri vestanlands heldur en eystra séu norđlćgar áttir ríkjandi. Líklegt er ađ ţví meiri sem munurinn er, ţví ţrálátari hafi norđanáttin veriđ.

Mesti norđanáttarmars ađ ţessu máli var 1891. Ţá var mjög kalt, á landinu í heild er hann sá nćstkaldasti eftir 1870 en samt talsvert hlýrri heldur en mars 1881. En ţađ er mars 1930 sem er nćstmestur norđanáttarmánađa. Í ţriđja sćti er mars 1916 og mars 1962 í ţví fjórđa. Einhverjir muna vćntanlega mars 1930 og eldri veđurnörd muna vel mars 1962 - hann var afspyrnuţurr um landiđ sunnan- og vestanvert. Í Reykjavík féllu ekki nema 2,3 mm allan mánuđinn, mestallt á einum degi, rykiđ var afskaplegt.

Samkvćmt ţessu tali er 1923 mesti sunnanáttarmars allra tíma enda er mánuđurinn sá ţriđji hlýjasti á landinu í heild eftir 1870. Hann ţótti út úr korti á sínum tíma, jafnvel talinn einstakur. En ađeins 6 árum síđar kom enn hlýrri mars, 1929. Ţá féll sá fyrrnefndi óverđskuldađ í hálfgerđa gleymsku. Freistandi vćri ađ segja ađ hlýindaskeiđiđ mikla hafi hafist međ ţessum mánuđi en leit ađ upphafi ţess stendur enn yfir. Ţađ er hinn gríđarlega illviđrasami mars 1976 sem er í öđru sćti sunnanáttarmánađa og síđan mars 1880.

2. Styrkur norđanáttarinnar eins og hann kemur fram ţegar reiknuđ er međalstefna og styrkur allra vindathugana á öllum (mönnuđum) veđurstöđvum. Ţessi röđ nćr ađeins aftur til 1949.

Samkvćmt ţessu máli var norđanáttin mest í mars 1999 og síđan kemur 1981. Mars 1962 er í fjórđa sćti. Sunnanáttin var hins vegar mest í mars 1974 - ţá var ég erlendis, innlend nörd minnast hans vćntanlega međ virđingu í huga.

3. Gerđar hafa veriđ vindáttartalningar fyrir ţćr veđurstöđvar sem lengst hafa athugađ samfellt og vindathugunum skipt á 8 höfuđvindáttir og prósentur reiknađar. Síđan er tíđni norđvestan, norđan, og norđaustanáttar lögđ saman. Ţá fćst heildartala norđlćgra átta. Ţessi röđ nćr aftur til 1874.

Hér nćr mars 1962 fyrsta sćtinu međ sínu ryki og ţurrki, éljagangur var norđaustanlands en úrkoma ţó ekkert sérlega mikil. Mars 1999 er í öđru sćti og 1930 í ţví ţriđja. Mest var sunnanáttin ađ ţessu máli 1964 og 1929 er skammt ţar fyrir neđan. Ţetta eru tveir langhlýjustu marsmánuđirnir á landsvísu, 1929 nokkru hlýrri ţó. Hlýjasti kaflinn 1964 hitti ekki alveg jafnvel í mánuđinn ţví eftirminnilegustu hlýindin stóđu frá ţví um 10. febrúar og fram yfir 20. mars.

4. Fjórđi mćlikvarđinn er fenginn úr endurgreiningunni amerísku og nćr hann aftur til 1871. Fyrstu 20 til 30 árin verđum viđ ţó ađ taka niđurstöđum greiningarinnar međ varúđ.

Hér er mars 1891 međ mestu norđanáttina - rétt eins og í fyrstu flokkun hér ađ ofan. Vel af sér vikiđ. Reyndar deilir hann sćtinu međ 1999 (einnig áđur nefndur) og 1951 en síđarnefndi mánuđurinn er enn frćgur fyrir óheyrileg snjóţyngsli um landiđ norđan- og austanvert. Svellalög voru syđra.

Sunnanáttin er mest í endurgreiningunni í mars 1923 og ţar á eftir kemur 1974, báđir nefndir áđur.

5. Fimmti kvarđinn er einnig úr endurgreiningunni nema hvađ hér er reiknađ í 500 hPa-fletinum. Hér er mars 1891 enn í toppsćtinu og í mars 1916 var norđanáttin nćstmest. Sunnanáttin var hins vegar mest 1948 (munum hitametahrinuna í lok mánađarins) og mars 1923 er í öđru sćti.

Lýkur nú ţessari ţurru tölu - sem trúlega rennur ljúflega niđur hjá nördunum en ađrir bryđja rykiđ og koma sér yfir á einhverja ađra vefsíđu (eru auđvitađ löngu búnir ađ ţví ţegar hér er komiđ sögu).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Spurning hvađ veđurnördin gera. En ég bar ţetta saman viđ mína veđurdagbók en mars á ég skráđann frá árinu 1987. Ţar er mars 1999 skráđur sem eindreginn norđanáttamánuđur í Reykjavík međ flesta sólardaga skráđra marsmánuđa auk ţess sem hann er sá hćgviđrasamasti og ţurrasti. Einkunnakerfiđ gat ţví ekki annađ en gefiđ honum hćstu einkunn allra marsmánađa. Mars 1962 upplifđi ég ekki en hann virđist af lýsingunni hafa veriđ ennţá eindregnari.

Af sunnanáttum eru marsmánuđir árin 2003 og 2004 efstir á blađi hjá mér.

Emil Hannes Valgeirsson, 17.3.2012 kl. 18:40

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Emil: Sólskinsstundir í Reykjavík voru enn fleiri 1962 heldur en 1999. Ţá var loftţrýstingur líka međ eindćmum hár. Innan um alla björtu daganna var einn međ ţoku í vestanhćgviđri, mikill léttir í öllum ţurrkinum. En allar flokkanir eru ađ ég held sammála um ađ mars 1999 sé mesti norđanáttarmarsmánuđur á ţeim 25 árum sem athuganir ţínar ná yfir. Ţađ eykur á trúverđugleika gamalla athugana ţótt ţćr séu einfaldar. Á tíma Jóns Ţorsteinssonar í Reykjavík (1820 til 1854) var mars 1837 mesti norđanáttamánuđurinn. Viđ skulum trúa ţví. Hann var ţó líkari mars 1962 heldur en 1999, loftţrýstingur var óvenjuhár og kalt var í veđri.

Trausti Jónsson, 18.3.2012 kl. 01:02

3 identicon

Er mars 1979 ekki í nánd viđ toppinn yfir norđanáttarmánuđi - e.t.v. rétt neđan viđ ţá mánuđi sem hér hafa veriđ nefndir? Ţá var hitinn (eđa öllu heldur kuldinn) í meira lagi afbrigđilegur og norđanátt lang algengust skv. Veđráttunni.

Björn Jónsson (IP-tala skráđ) 18.3.2012 kl. 01:22

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Jú, Björn, mars 1979 er í níunda sćti samkvćmt fyrstu röđun í pistlinum og jafnvel enn ofar í öđrum röđunum. En keppnin er hörđ á toppnum.

Trausti Jónsson, 19.3.2012 kl. 00:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.5.): 0
 • Sl. sólarhring: 369
 • Sl. viku: 1690
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 1574
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband