Spennandi kvöld?

Nú (laugardaginn 10. mars) fer mjög hlýtt loft yfir landið. Það hefur nokkrum sinnum gerst að undanförnu og þrátt fyrir stuttan stans hefur háum hita brugðið fyrir austanlands og norðan.

Í dag heldur hlýja loftið venju sinni og fer mjög hratt hjá en þar sem hvasst er í lofti er rétt að gefa því góðan gaum í kvöld og fram eftir nóttu.

Mættishita í 850 hPa er spáð upp í 21,5 stig yfir Austurlandi kl. 18 og þykktin slæst upp undir 5550 metra.

Varla er þess samt að vænta að met verði slegin - helst þá dagsmet 10. mars.

Má vera að við lítum betur á málið síðar í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kl 21.00 var hitinn á Reyðarfirði á bílmæli mínum (sem er nokk réttur) mest 11,0 gráður, en hitastigið flöktir mikið í vindinum og munar allt að tveimur gráðum með stuttu millibili.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.3.2012 kl. 22:10

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Á miðnætti höfðu Eskifjörður og Fáskrúðsfjörður náð yfir 14 stig - og Þórdalsheiðin - í 500 metra hæð náði 10 stigum fyrr í kvöld.

Trausti Jónsson, 11.3.2012 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 71
  • Sl. sólarhring: 327
  • Sl. viku: 2838
  • Frá upphafi: 2427390

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2541
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband