Innsveitir og útsveitir

Mynd dagsins er einskonar aukaafurđ endalausrar leitar ađ ósamfellum í hitamćlingum og segir e.t.v. enga sérstaka sögu - en látum slag standa.

Reiknađur er ársmeđalmeđalhiti í Grímsey og í Vestmannaeyjum og međalhiti á Grímsstöđum og Hćli í Gnúpverjahreppi (fyrst Hrepphólum og síđan Stóra-Núpi ) dreginn frá. Kemur ţá út eftirfarandi línurit:

w-blogg270212

Grímsstađir byrjuđu ekki ađ athuga fyrr en 1907 og fyrir ţann tíma er notast viđ hitamćlingar í Möđrudal. Háu gildin í upphafi rađarinnar gćtu bent til ţess ađ ekki hafi tekist nógu vel til međ fćrsluna milli ţessara stöđva og verđur ţví ađ athuga nánar. Áriđ 1902 vekur athygli - líklegasta ástćđan fyrir afbrigđilegu gildi ţađ ár er sú ađ ţá brotnađi mćlir dönsku veđurstofunnar á Stóra-Núpi og tölur eru ţví skáldađar - sennilega ekki alveg rétt.

Ađ öđru leyti eru skyndileg stökk ekki sérlega áberandi - síđustu hundrađ árin er ţó lítilsháttar leitni í ţessum mun útsveita og innsveita. Fyrir hundrađ árum sveiflađist munurinn í kringum 1,4 stig - en er frekar í kringum 1,6 stig á síđari áratugum. Ein möguleg ástćđa er sú ađ Vestmannaeyjaröđin hafi veriđ ofleiđrétt ţegar flutt var úr kaupstađnum ađ Stórhöfđa 1921, en fleira gćti valdiđ, t.d. raunveruleg breyting.

Kalda áriđ 1979 sker sig nokkuđ úr. Ţá voru innsveitir sérlega kaldar miđađ viđ strandarstöđvarnar tvćr.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg141019a
 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b
 • w-blogg131019a
 • w-blogg091019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.10.): 225
 • Sl. sólarhring: 229
 • Sl. viku: 2225
 • Frá upphafi: 1841553

Annađ

 • Innlit í dag: 199
 • Innlit sl. viku: 2013
 • Gestir í dag: 182
 • IP-tölur í dag: 170

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband