Af afbrigđilegum febrúarmánuđum - 2

Ţá eru ţađ austan- og vestanáttarmánuđirnir. Til ađ finna ţá notum viđ sömu fimm flokkunarhćtti og notađir hafa veriđ áđur.

1. Mismunur á loftţrýstingi sunnanlands og norđan. Ţessi röđ nćr sem stendur aftur til 1873. Gengiđ er út frá ţví ađ sé ţrýstingur hćrri norđanlands heldur en syđra séu austlćgar áttir ríkjandi. Líklegt er ađ ţví meiri sem munurinn er, ţví ţrálátari hafi austanáttin veriđ. Ţađ eru hins vegar ekki nema 26 mánuđir af 135 sem ţrýstingur er hćrri sunnan lands en norđan - austanáttin hefur yfirburđastöđu hér á landi.

Ţađ er febrúar 1885 sem er mestur austanáttarmánađa. Eins og sumir kunnu ađ muna var hann líka mestur norđanáttarmánađa. Mikill fádćmamánuđur - eins og nefnt var í norđanáttarpistlinum á dögunum. Febrúar 1966 er í öđru sćti. Ţá var óvenju ţurrt á Suđur- og Vesturlandi en snjóţungt nyrđra. Síđan kemur febrúar 1923 í ţriđja sćtinu. Ţađ er merkilegt ađ síđustu ţrjátíu árin hafa miklir austanáttarfebrúarmánuđir veriđ fátíđir.

Vestanáttin var mest í febrúar 1932, en hann er hlýjasti febrúar allra tíma - reyndar međ algjörum ólíkindum. Međalhiti var 5 stig í Reykjavík, 4,6 stig yfir međallaginu 1961-1990 og 5,2 stig yfir 1931-1960. Á Akureyri var međalhitinn 6,4 stig yfir 1961-1990. Vestanáttin var nćstmest ađeins tveimur árum síđar, 1934 og jafnmikil 1993.

2. Styrkur austanáttarinnar eins og hann kemur fram ţegar reiknuđ er međalstefna og styrkur allra vindathugana á öllum (mönnuđum) veđurstöđvum. Ţessi röđ nćr ţví miđur ađeins aftur til 1949.

Hér var austanáttin mest 1966 og nćstmest 1957. Vestanáttin var mest 1993 og nćstmest 1959. Síđarnefndi mánuđurinn er einnig á međal ţeirra sem eiga sterkustu sunnanáttina.

3. Gerđar hafa veriđ vindáttartalningar fyrir ţćr veđurstöđvar sem lengst hafa athugađ samfellt og vindathugunum skipt á 8 höfuđvindáttir og prósentur reiknađar. Síđan er tíđni norđaustan-, austan- og suđaustanáttar lögđ saman. Ţá fćst heildartala austlćgra átta. Ţessi röđ nćr aftur til 1874. 

Ţađ er 1923 sem á mesta austanáttafebrúar samkvćmt ţessu tali og 1966 er í öđru sćti. Febrúar 1885 fellur í ţađ níunda. Febrúar 1923 hlaut nokkuđ góđ eftirmćli ţótt hann hafi ekki veriđ alveg skađalaus, m.a. gerđi mikiđ brim um norđan- og austanvert landiđ snemma i mánuđinum.

Vestanáttatíđni er reiknuđ međ ţví ađ leggja saman tíđni áttanna suđvesturs, vesturs og norđvesturs. Febrúar 1934 er á toppnum. Gríđarleg úrkomu- og leysingaflóđ urđu víđa um land og skađar urđu víđa.

4. Fjórđi mćlikvarđinn er fenginn úr endurgreiningunni amerísku og nćr hann aftur til 1871. Fyrstu 20 til 30 árin verđum viđ ţó ađ taka niđurstöđum greiningarinnar međ varúđ. Ţađ er enn febrúar 1966 sem er efstur á austanáttarlistanum og síđan koma 1957 og 1923 sem báđir hafa veriđ nefndir áđur. Mest var vestanáttin ađ ţessu tali í febrúar 1934 (einnig nefndur áđur) en 1965 er í öđru sćti en sá mánuđur var mjög afbrigđilegur - og hlýr.

5. Fimmti kvarđinn er einnig úr endurgreiningunni nema hvađ hér er reiknađ í 500 hPa-fletinum. Enn er 1923 nefndur í fyrsta sćti og 1893 í öđru. Ţađ er sérlega skemmtilegt ađ janúar 1923 var á toppnum í háloftavestanáttinni - umskiptin yfir í febrúar hafa veriđ gríđarmikil og snögg. Kannski var ţađ einmitt ţarna sem hlýindaskeiđiđ mikla byrjađi? [Ţetta síđasta er óábyrgt]. Langmest var vestanáttin í febrúar 1934, ţá var sunnanáttin líka drjúg (ekki ţó nćrri meti).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg141019a
 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b
 • w-blogg131019a
 • w-blogg091019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.10.): 224
 • Sl. sólarhring: 231
 • Sl. viku: 2224
 • Frá upphafi: 1841552

Annađ

 • Innlit í dag: 198
 • Innlit sl. viku: 2012
 • Gestir í dag: 181
 • IP-tölur í dag: 169

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband