Innsveitir og útsveitir

Mynd dagsins er einskonar aukaafurð endalausrar leitar að ósamfellum í hitamælingum og segir e.t.v. enga sérstaka sögu - en látum slag standa.

Reiknaður er ársmeðalmeðalhiti í Grímsey og í Vestmannaeyjum og meðalhiti á Grímsstöðum og Hæli í Gnúpverjahreppi (fyrst Hrepphólum og síðan Stóra-Núpi ) dreginn frá. Kemur þá út eftirfarandi línurit:

w-blogg270212

Grímsstaðir byrjuðu ekki að athuga fyrr en 1907 og fyrir þann tíma er notast við hitamælingar í Möðrudal. Háu gildin í upphafi raðarinnar gætu bent til þess að ekki hafi tekist nógu vel til með færsluna milli þessara stöðva og verður því að athuga nánar. Árið 1902 vekur athygli - líklegasta ástæðan fyrir afbrigðilegu gildi það ár er sú að þá brotnaði mælir dönsku veðurstofunnar á Stóra-Núpi og tölur eru því skáldaðar - sennilega ekki alveg rétt.

Að öðru leyti eru skyndileg stökk ekki sérlega áberandi - síðustu hundrað árin er þó lítilsháttar leitni í þessum mun útsveita og innsveita. Fyrir hundrað árum sveiflaðist munurinn í kringum 1,4 stig - en er frekar í kringum 1,6 stig á síðari áratugum. Ein möguleg ástæða er sú að Vestmannaeyjaröðin hafi verið ofleiðrétt þegar flutt var úr kaupstaðnum að Stórhöfða 1921, en fleira gæti valdið, t.d. raunveruleg breyting.

Kalda árið 1979 sker sig nokkuð úr. Þá voru innsveitir sérlega kaldar miðað við strandarstöðvarnar tvær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband