Losnar um stöđuna

Hlýindi hafa nú stađiđ ađ undanförnu og međalhiti síđustu tveggja vikna nćrri hćstu hćđum (ţó ekki alveg á tindinum). En nú losnar um stöđuna ţegar stór kuldapollur (af ćtt Stóra-Bola) ćđir til austurs frá Baffinslandi til Noregs á nokkrum dögum.

Hvernig sem á ţví stendur hefur Baffinslandi og Ellesmereyju haldist illa á Stóra-Bola í vetur. Hann hefur undanfarna viku eđa svo virst hafa ţađ nokkuđ makindalegt yfir Labrador en nú grípur hann enn eirđarleysi og langar austur um haf - ţar sem hann auđvitađ veslast upp. Líklega kemur nýr í hans stađ fyrir vestan - en ţađ tekur nokkra daga. En viđ lítum á spá um hćđ 500 hPa-flatarins og ţykktarinnar síđdegis á morgun (miđvikudaginn 15. febrúar).

w-blogg150212

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru ađ vanda svartar og heildregnar, en jafnţykktarlínur rauđar, strikađar. Ţar sem jafnhćđarlínurnar liggja ţétt er mjög hvasst og ţar sem ţykktarlínurnar eru ţéttar er mikill hitabratti - ţykktin segir nefnilega til um ţađ hversu hlýtt loftiđ er ađ međaltali í neđri hluta veđrahvolfsins. Báđar línutegundirnar liggja nokkuđ ţétt yfir Íslandi, ţykktarlínurnar eru ţó gisnari og liggja skáhalt á háloftavindinn sem ţar međ ber kaldara loft til landsins - kalt ađstreymi ríkir. Ţađ ţýđir svo aftur ađ vindátt er vestlćgari viđ jörđ en í 5 km hćđ.

Um hádegi í dag (ţriđjudag 14. febrúar) var kuldapollurinn skammt austur af norđanverđum Labradorskaga (ţar sem stendur „nú“) en fer til morguns (miđvikudag) í hring í kringum sjálfan sig. Eftir ţađ ćđir hann austur eins og bláu örvarnar sýna, tölurnar marka sólarhringa frá deginum í dag. Síđdegis á fimmtudag er honum spáđ vestantil á Grćnlandshafi - nýstokknum yfir Grćnland - sólarhring síđar (síđdegis á föstudag) á hann ađ vera fyrir suđaustan Ísland (talan 3) og á laugardag viđ Noreg (talan 4). Svo er hann úr sögunni.

Viđ miđju pollsins á kortinu geta skarpsýnir séđ votta fyrir 4920 metra jafnţykktarlínunni. Grćnland stíflar reyndar framrás hennar - sem og 4980 metra línunnar ađ mestu en ţađ er samt býsna kalt loft sem kemst yfir á Grćnlandshaf. Viđ fáum ađ finna fyrir jađri ţess í útsynningséljum strax á miđvikudagskvöld. En svo mikil ferđ er á kuldapollinum og stóru lćgđardragi sem honum fylgir ađ suđvestanáttin sem sjá má á kortinu breytist fljótt í sunnanátt og snýst síđan í norđanátt.

Ţetta ţýđir ađ kuldi úr norđri getur gusast suđur um Ísland. Vonandi stendur hann ekki lengi. Ţetta er alla vega orđinn allt of langur ţráđur til ađ mark sé á takandi. Hlustiđ frekar á alvöru veđurspár í útvarpi eđa sjónvarpi - eđa lesiđ ţćr á vef Veđurstofunnar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sćll,  ég hef veriđ ađ velta ţví fyrir mér orđinu Útsynningur og útsuđur, hvađan er ţetta orđ komiđ?

Međ bedtu kveđju

Jón Benediktsson

Jón Benediktsson (IP-tala skráđ) 15.2.2012 kl. 20:16

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Mér er sagt ađ ţetta sé ćttađ frá Noregi - alla vega mjög gamalt. Fćreyingar nota líka útsynning um suđvestanátt.

Trausti Jónsson, 16.2.2012 kl. 01:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b
 • w-blogg131019a
 • w-blogg091019a
 • w-blogg070919b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.10.): 42
 • Sl. sólarhring: 186
 • Sl. viku: 1737
 • Frá upphafi: 1839905

Annađ

 • Innlit í dag: 33
 • Innlit sl. viku: 1563
 • Gestir í dag: 32
 • IP-tölur í dag: 32

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband