Hlýjustu dagar desembermánaðar

Meðan við bíðum eftir lægðunum þremur (miðvikudag 21., fimmtudag 22. og aðfangadag jóla) skulum við líta á hlýjustu daga desembermánaðar - það er að segja þá sem státa hæstum meðalhita, hæsta meðalhámarkshita og hæsta meðallágmarkshita. Miðað er við árin 1949 til 2010. Rétt er samt að geta þess að lægðirnar þrjár eru allar á áætlun - en enn er ekki samkomulag um nákvæma braut þeirra eða dýpt.

En lítum á hlýjustu dagana. Þeir reiknast vera þessir (allar tölur í °C):

 ármándagurmeðalh.
1199712159,39
2199712149,29
3200612208,82
4200112108,63
5200112158,20
6200112137,87
7200112147,87
819951247,81
9200612197,79
1019891217,76
11200912117,69

Athygli vekur að allir dagarnir eru frá síðari árum viðmiðunartímabilsins. Tveir þeir hlýjustu eru frá 1997, fjórir frá 2001 og tveir frá 2006. Hungurdiskar hafa áður fjallað um dagahámörk  í desember og methita desembermánaðar. Margir muna enn dagana hlýju 2006 þegar mikil leysinga- og úrkomuflóð urðu bæði norðanlands og á Suðurlandi.

Listinn yfir þá daga sem eiga hæsta meðalhámarkshitann er svipaður, alla vega eru allir dagarnir nýlegir:

 hæsta landsmeðalhámark
ármándagurmeðalhám.
11997121511,77
2200212611,30
31997121411,15
41997121611,00
52009121210,97
62006122110,96
72001121410,91
82006122010,55
92001121110,40
10199512310,33
112007121810,27

Dagarnir eru flestir annað hvort þeir sömu eða þá næsti dagur við dagana í fyrri lista. Taka má eftir því að hafi hámarkshiti sólarhringsins orðið að nóttu - sem er algengt í desember - færist hæsta meðalhámarkið gjarnan á daginn eftir þann sem hæstan hafði meðalhitann.

Hæsti meðallágmarkshitinn reiknast eftirtalda daga:

 hæsta landsmeðallágmark
ármándagurmeðallágm.
1199712157,88
2200612206,57
3200112156,40
4200712206,00
519871225,82
6200112105,80
7200112145,71
8200912125,58
9199712165,49
10197112315,44
11200912135,30

Hér fær einn eldri dagur náðarsamlegast að komast á listann. Það er gamlársdagur 1971. Mikil og eftirminnileg veðurumskipti urðu nokkrum dögum áður þegar skipti úr illum snjókomuumhleypingum yfir í hlýja sunnanátt sem stóð langt fram eftir janúarmánuði 1972.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.4.): 213
 • Sl. sólarhring: 251
 • Sl. viku: 1992
 • Frá upphafi: 2347726

Annað

 • Innlit í dag: 186
 • Innlit sl. viku: 1718
 • Gestir í dag: 180
 • IP-tölur í dag: 174

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband