Á milli lægða

Við lítum á gervihnattamynd sem tekin er um miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 27. nóvember. Þetta er hitamynd, hvít svæði eru köld, því hvítari - því kaldari.

w-blogg271111

Við Skotland er kröpp illviðrislægð á leið austsuðaustur og mun hún valda illviðri í Danmörku og e.t.v. í Svíþjóð líka. Pólverjar hafa áhyggjur af sjávargangi í norðvestanáttinni á Eystrasalti og Finnar búast við hríð.

Lægðin suður af Grænlandi er enn grunn, 992 hPa í miðju. Hún stefnir í átt til Íslands og fer að hafa áhrif á sunnudagskvöld. Hún dýpkar mikið aðra nótt en sennilega hvessir ekki mikið fyrr en hringrásin í kringum hana fer að þrengja að norðaustanáttinni austan við Grænland. Hvassviðrið verður því til vegna hitabratta í lægstu lögum lofthjúpsins - en ekki undir háloftavindröst eins og í lægðinni norðan við Skotland.

En þeir sem eiga eitthvað undir veðri líta á spár Veðurstofunnar en taka hóflega mark á hjalinu á hungurdiskum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir pistilinn Trausti.

Þetta eru flottar myndir,  þó þær beri með sér skuggalegar spár.

Og það er örugglega full ástæða til að taka viðvörun þína um

lægðardýpkunina alvarlega og taka fullt mark á hungurdiskum nú

sem fyrr.

óli Hilmar Briem Jónsson (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 79
  • Sl. sólarhring: 1037
  • Sl. viku: 2750
  • Frá upphafi: 2426607

Annað

  • Innlit í dag: 76
  • Innlit sl. viku: 2453
  • Gestir í dag: 74
  • IP-tölur í dag: 74

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband