Upphaf tveggja hlýskeiða - veðrafar síðustu áratuga (8)

Við lítum nú á hitafar í Reykjavík á árunum 1927 til 1943 í samanburði við tímabilið 2001 til 2011.

w-blogg281111

Blái ferillinn sýnir 12-mánaða keðjumeðaltal hita í Reykjavík 1927 til 1943, en sá rauði 2001 til 2011. Fyrsti punktur á bláa ferlinum á við 12-mánaða tímabilið febrúar 1926 til janúar 1927, en fyrst á rauða ferlinum er tímabilið febrúar 2000 til janúar 2001. Í báðum tilvikum var búið að hlýna umtalsvert áður en upphaf myndarinnar sýnir, en alls ekki var orðið ljóst að um eitthvað óvenjulegt væri að ræða.

Flestir gerðu sér þó grein fyrir því veturinn 1928 til 1929 að eitthvað hefði gerst og svipað kom upp veturinn 2002 til 2003. Ekki er marktækur munur á hlýindum þessara ára þótt myndin sýni að 2002 til 2003 hafi gert sjónarmun betur.

Eftir hlýindin 1928 til 1929 datt hitinn nokkuð niður aftur. Þótt hér sýnist fallið vera mikið var það þó ekki meira en svo að „kuldakaflinn“ 1930 til 1931 er ámóta hlýr og hlýjustu ár áratuganna á undan höfðu verið. Aftur hlýnaði 1932 og er árið 1933 enn það hlýjasta sem vitað er um á Norðurlandi. Síðan kólnaði heldur 1935 til 1937. Að því loknu komu tveir afarmiklir hitatoppar, 1939 og 1941, sá fyrri toppaði á 12-mánaða tímabilinu mars 1939 til febrúar 1940 en sá síðari í apríl 1941 til mars 1942. Þessir tveir toppar eru ekki marktækt lægri heldur en 2002 til 2003-toppurinn.

Það hlýindaskeið sem við nú lifum hefur verið miklu jafnara heldur en það fyrra. Hitinn hefur verið ofan við 5 stig nærri því allan tímann. Á árinu 2011 hefur hann verið heldur á niðurleið en síðasta 12-mánaða tímabilið á meðaltali 5,26°C.

Við sjáum að ekki er hægt að tala um að hlýskeiðinu sé lokið eða að hiksti sé í því fyrr en hitinn fer niður fyrir 4 stig í einhvern tíma. Þessi jafni hiti frá 2002 hefur verið með ólíkindum - líka miðað við hlýskeiðið á fjórða áratugnum.

Við lítum fljótlega á það hvað var á seyði í háloftunum á fyrsta hluta stóra tuttugustualdarhlýskeiðsins, fram til 1943.

Lægðin sem fór til austsuðausturs yfir Noreg í dag (sunnudag 27. nóvember) reyndist mjög skæð eins og hungurdiskar höfðu bent á. Það má þó ekki túlka það þannig að diskarnir hafi spáð veðrinu - svo er ekki - engar spár er hér að finna - en hins vegar er gjarnan malað um möguleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki tekst mér fákænum manninum að skilja baun í þessu  línuriti fremur en mörgu því sem veðurfræðin er að stússast í. Á því kanski ekki að vera að tjá mig um pistil, en heldur finnst mér kaldranalegt að tala um hlýskeið nú, í aðdraganda enn eins andskotans frostakaflans.

 Það er svona eins og þegar veðurfræðingar segja mönnum sem eru við það að fara á hausinn, að efnahagslífið sé á uppleið!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 08:40

2 identicon

.... svona eins og þegar hagfræðingar.....  átti þetta náttúrulega að vera!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 08:44

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

12 mánaða meðaltalið ætti að taka gott stökk upp á við eftir þennan mánuð, enda nóvember í fyrra frekar kaldur.

Emil Hannes Valgeirsson, 28.11.2011 kl. 19:01

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Jú, það er rétt hjá þér Bjarni að kuldaköstin setja alltaf að manni hroll - jafnvel á hlýskeiðum. Það er líka rétt hjá þér Emil að 12-mánaða meðaltalið hrekkur talsvert upp þegar nóvembertalan dettur inn í það, jafnvel þótt síðustu tveir dagarnir verði kaldir.

Trausti Jónsson, 29.11.2011 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 26
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 424
  • Frá upphafi: 2343337

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 382
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband