Illiviðrislægðin sleikti Austurland

Lægðin sem olli fárviðrinu í Færeyjum straukst við Austurland síðastliðna nótt (aðfaranótt 25. október). Meðalvindhraði var þó mun minni heldur en mest var Færeyjum (sjá blogg Einars Sveinbjörnssonar). Við skulum samt líta á lista yfir mesta vindhraða hér á landi í veðrinu - fyrst 10-mínútna meðalvindinn:

 Hámarksvindhraði á íslenskum veðurstöðvum 24. til 25. nóvember 2011

dagurklstvindáttmestivmestahviðanafn
25221430,051,7Hamarsfjörður
2424227,633,7Gagnheiði
25531126,631,7Vatnsskarð eystra
25133026,539,5Seley
2420226,134,1Papey
25530624,130,4Öxi
25433324,029,5Bjarnarey
2418823,635,2Hvalnes
25231223,430,3Eyjabakkar
25131023,337,0Hallsteinsdalsvarp
24214723,234,7Þórdalsheiði
242333122,929,5Höfn í Hornafirði sjálfvirk stöð
25429922,129,5Vattarnes
242131821,926,1Stórhöfði sjálfvirk stöð
242434721,728,4Dalatangi sjálfvirk stöð

Mestur varð meðalvindhraðinn (og vindhviða) í Hamarsfirði kl. 2 um nóttina. Þá var vindátt skráð 214° en það er af suðsuðvestri - í öfuga átt við þrýstivind á svæðinu. Ég verð að játa að ég er ekki kunnugur við veðurstöðina en þetta gæti gefið tilefni til athyglisverðra vangaveltna um hegðan vinds í landslagsfarvegum. Vindhviðan í Hamarsfirði var litlu minni en sú mesta sem enn hefur frést af í Færeyjum. Næstmestur varð vindhraðinn á Gagnheiði, þar stóð áttin af hánorðri (2°).

Við skulum einnig líta á hæstu vindhviðuhámörkin:

dagurklstvindáttmestahviðanafn
25221451,7Hamarsfjörður
25330042,1Seyðisfjörður
25133039,5Seley
25131037,0Hallsteinsdalsvarp
24194535,7Streiti
2418835,2Hvalnes

Þar er Seyðisfjörður í öðru sæti með hviðu upp á 42,1 m/s. Mesti meðalvindhraði á stöðinni var aðeins 19,1 m/s. Gildið er ábyggilega rétt - fleiri hviður náðu ámóta styrk. Rétt er að geta þess að veðurstöðin á Seyðisfirði er ekki staðsett í bænum (því miður) heldur utar með firðinum í um 70 metra hæð. E.t.v. er réttara að segja að stöðin sé „í“ Seyðisfirði en ekki „á“.

Af næstu tveimur lægðum er lítið nýtt að frétta - þær fara enn þá leið sem spáð var í gær. Danska veðurstofan er óviss með ástandið á sunnudag - enda er ekki enn ljóst hversu hvasst verður í Danmörku. Þó nefna menn þar mögulegar vindhviður upp á meir en 30 m/s á Norður-Jótlandi.

Lægðin sem hér kemur á aðfaranótt mánudags er nú kraftlítil yfir Labrador en sækir í sig veðrið þegar nær okkur dregur.

Það er skemmtilegt hvað þessi þrjú illviðri eru afskaplega ólík að gerð. (?)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.4.): 12
 • Sl. sólarhring: 148
 • Sl. viku: 1785
 • Frá upphafi: 2347419

Annað

 • Innlit í dag: 12
 • Innlit sl. viku: 1542
 • Gestir í dag: 12
 • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband