28.10.2011 | 00:48
Veðrasveiflur síðustu áratuga (3)
Hér kemur þriðji hlutinn af pistlinum langa um veðrasveiflur síðustu áratuga. Samhengisins vegna læt ég þennan kafla ekki bíða - hann er í beinu framhaldi af pistli gærdagsins. Þá var samband háloftasunnanáttar og hitafars hér á landi kynnt lítillega. Við sáum að hlýindin miklu á árunum 2002 til 2004 virtust skýrast að mestu af mikilli sunnanátt sem þá réði ríkjum en nærri því eins mikil hlýindi 2010 áttu greinilega aðra skýringu - við lítum nú betur á hana. Fyrst er mynd sem sýnir 12-mánaða keðjumeðaltal hita í Reykjavík á árunum 1996 til 2011 - þetta er nákvæmlega sami ferill og við sáum í tveimur fyrri pistlunum.
Blái ferillinn sýnir 12-mánaða keðjumeðaltal hita í Reykjavík og á kvarðinn til vinstri á myndinni við hann. Rauði ferillinn sýnir aftur á móti 12-mánaða keðjumeðaltal hæðar 500 hPa-flatarins yfir Íslandi á sama tíma. Kvarðinn er til hægri og tölurnar eru 500 hPa-hæðin í venjubundnum dekametrum (dam = 10 m)að frádregnum tölunni 500. Neðsta talan er 32 og táknar hún 532 dekametra eða 5320 metra.
Hér fellur rauði ferillinn býsna vel að hitanum - ekkert síður heldur en sunnanáttin sem við litum á í gær. Það er toppur í 500 hPa-hæðinni samtímis hlýindunum miklu 2002 til 2004 - þau komu sum sé í samvinnu hæðaráhrifa og sunnanáttaráhrifa. Eftir 2004 féll hæðin hægt fram til 2006 að sneggra fall kom inn. Hitinn féll þó ekki með hæðinni 2006. Við sáum í fyrra pistli að sunnanáttin bætti heldur í sig um það leyti.
Síðan verður þessi makalausa þróun 2010 að hæðin hækkar gríðarlega - talsvert meira en vitað er um áður á tímabili háloftaathugana, en þær komust í þokkalegt horf rétt fyrir 1950. Þetta nægði til að keyra upp hitann - þrátt fyrir að sunnanáttin hafi dottið niður.
Sveiflur í hitafari á Íslandi skýrast að minnsta kosti að hálfu leyti af þessum tveimur breytum einum - hæðinni á 500 hPa-fletinum og styrk sunnanáttarinnar. Auðvelt er að bæta vestanáttinni í breytusafnið - hún gerir hitaágiskanir ívið betri. Áhrif hennar eru þau að því meiri sem vestanáttin er því kaldara verður hér á landi.
En hvað hefði gerst 2010 ef sunnanáttin hefði verið jafnöflug og 2003 - samfara þessari gríðarlega miklu hæð? Er slíkt yfirhöfuð mögulegt? Já, það er mögulegt en ólíklegt. Nánari greining á þáttunum tveimur, sunnanáttinni og 500 hPa-hæðinni sýnir vægt samband þeirra - þannig að tilhneiging er til þess að saman fari væg sunnanátt og mikil hæð og mikil sunnanátt sé hæðin lág. Þetta staðfestist í sjálfu sér 2010 en er samt ekki náttúrulögmál af neinu tagi.
En eins og minnst var á í fyrri pistli hafa hlýindin síðastliðin 8 til 9 ár verið meiri heldur en þáttagreiningin sem hér er fjallað um getur skýrt ein og sér. Þar munar um það bil 0,7 stigum að meðaltali og árið 2010 rúmu einu stigi. Það er sem sagt einhvers konar rek í sambandi þáttanna og hitans að ræða frá því sem það var fyrir árið 2002.
Í sambandi þáttanna sem gilti fyrir 2002 var hægt að reikna hæstan mögulegan ársmeðalhita í Reykjavík miðað við það að sunnanáttin væri jafnmikil og mest er þekkt, 500 hPa-hæðin væri jafnmikil og mest er þekkt og vestanáttin jafnlítil og hún minnst hefur orðið. Útkoman úr slíkri tilraun gefur 6,7 stig sem ársmeðalhita í Reykjavík. Það er um 0,6 stigum hærra heldur en hitinn hefur nokkru sinni orðið á almanaksári, en aðeins um 0,1 stigi hærra heldur en hæsta 12-mánaða meðaltalið (september 2002 til ágúst 2003).
Hæsti toppurinn á myndinni er sem sagt nærri því það hæsta sem búast mátti við í Reykjavík - með gömlu reiknireglunum - án 0,7 stiga kraftaverkaviðbótarinnar sem varað hefur síðan. Ef þessi náðarviðbót heldur sér í framtíðinni (það er varla hægt að treysta því) gætum við því með heppni fengið um 7,4 stiga ár (eða 12-mánaða tímabil) í Reykjavík. Í fljótu bragði kann það að virðast fráleitt - en sjáum bara hvað gerðist á Grænlandi árið 2010. Þá var hiti í Nuuk 4,2 stigum ofan meðallagsins 1961-1990 - 4,2 stig ofan sama meðallags í Reykjavík eru 8,5 stig - hafið þið það.
En hvað eru þessi óvæntu 0,7 stig að flækjast hér? Ekki er gott að segja um það, en hér er komið að áratugabreytileika í veðurfari sem ekki skýrist af breytilegu þrýstisviði hér nærri landinu. Nú þekki ég ekki samskonar reikninga annars staðar að - en ég er frekar tregur til að kenna aukningu gróðurhúsaáhrifa eingöngu um - alla vega ekki nema að mun betur athuguðu máli.
Ætlunin er að halda þessari pistlaröð áfram - áður en við yfirgefum hringrásarhjalið um þessi síðustu ár verðum við að líta aðeins á úrkomu tímabilsins og e.t.v fleiri veðurþætti.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 625
- Sl. sólarhring: 765
- Sl. viku: 2420
- Frá upphafi: 2413440
Annað
- Innlit í dag: 584
- Innlit sl. viku: 2184
- Gestir í dag: 575
- IP-tölur í dag: 559
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ja, hérna Trausti Jónsson. Hvar og hvernig færðu tíma til að vinna þessar upplýsingar allar og koma þeim í þetta skemmtilega form? Maður hefði haldið að það væri viku vinna á bak við hverja þessara greina í þessum flokki - að lágmarki!
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 09:41
Fróðleg grein um veðrasveiflur við Íslandsstrendur - þú stendur þig vel í því að vanda Trausti.
Mig langar að gera smá athugasemd við eitt atriði (þú ert væntanlega ekki að ræða hitastig á heimsvísu, en bara til að fólk misskilji það ekk). Mér þykja upplýsingar (fengnar með vísindalegum aðferðum) varðandi aukin gróðurhúsaáhrif af mannavöldum næg til að draga ályktanir varðandi hækkandi hitastig á heimsvísu, hvað sem líður náttúrulegum sveiflum eða því sem segja má varðandi það að kenna gróðurhúsaáhrifum eingöngu um staðbundið hér við Íslands strendur...það væri væntanlega mikil einföldun.
Sveinn Atli Gunnarsson, 28.10.2011 kl. 11:23
Mér sýnist útfrá tölfræði sem ég á til að ef við fengjum 12 mánuði í röð sem yrðu eins hlýir og mánuðirnir hafa orðið hlýjastir á síðustu 10 árum þá fengjum við ársmeðalhita upp á 7,3 stig.
Ef við jöfnuðum hitamet allra mánaða í Reykjavík frá 1930 fengjum við hinsvegar 8,1 stiga árshita. Svo má líka miða við hitamet frá upphafi mælinga en þá fengjum við eitthvað aðeins hærri tölu. Held að það sé nokkuð ólíklegt á næstu árum.
Emil Hannes Valgeirsson, 28.10.2011 kl. 20:16
Þorkell. Það er nú aðallega tími sem er löngu liðinn. Þetta er eins og hjá gömlum iðnaðarmanni þar sem ýmsir íhlutir hafa hrúgast upp í gegnum árin og koma að notum um síðir. Dregnir fram úr hillu og notaðir til að setja saman eitthvað nýtt. Svatli: Hitahækkun á heimsvísu síðustu fimmtán árin er talsvert minni heldur en þessi 0,7 stig - þannig að þau eru trúlega staðbundin að miklu leyti. Emil: Það sem hefur gerst áður getur gerst aftur - jafnvel í þeirri ólíklegu samfellu sem þú nefnir. Við þyrftum líklega að bíða mjög, mjög lengi væru metmánuðir slembidreifðir um tímann. En þeir eru það ekki. Það eykur spennuna í leiknum.
Trausti Jónsson, 29.10.2011 kl. 02:02
Það er augljóst að staðbundnar hitasveiflur hljóta að geta vera meiri (eða minni) en hækkun meðalhitastigs á heimsvísu á síðustu fimmtán árum (og varðandi önnur valin tímabil). En takk fyrir að benda á að það þarf ekki að vera að það sé algert samræmi þarna á milli - það eru að sjálfsögðu fleiri þættir sem spila inní eins og þekkt er - bæði staðbundið og á heimsvísu.
Sveinn Atli Gunnarsson, 29.10.2011 kl. 23:50
Maður veltir fyrir sér hvað hafi verið í gangi og skapað mánuðina með stórkostlegustu hitafrávikin, t. d. febr. 1932, mars 1847 og 1929, apríl 1974 og svo framvegis og svo t.d. september 1939 og 1941. Og svo allir köldustu mánuðurnir, þeir allra votustu og allra þurrustu. Gaman væri ef til væri greining á hverjum einasta mánuði a.m.k. frá landnámi!
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.10.2011 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.