Og enn styttist dagurinn

Fyrirsögnin telst varla til tíđinda í október á norđurhveli jarđar. Pistill dagsins er endurtekning á pistli sem hér birtist 20. september síđastliđinn - nema hvađ hér er fjallađ um október. Myndin sýnir hámarkssólskinsstundafjölda sem mćlst hefur á hverjum degi í október í Reykjavík og á Akureyri. Árin sem notuđ eru til viđmiđunar eru 88 í Reykjavík, frá 1923 til 2010, en 56 á Akureyri. Ţar byrjar röđin sem miđađ er viđ 1951 en síđan vantar tvo októbermánuđi inn í.

Nú verđur ađ hafa í huga ađ engin fjöll eru í almanakssólargangi og ţví síđur húsbyggingar eđa ađrir tilviljanakenndir skuggavaldar. Auk ţess verđa lesendur ađ vita ađ ýmislegt miđur skemmtilegt getur plagađ hefđbundnar sólskinsstundamćlingar og úrvinnslu ţeirra. Hungurdiskar gefa ekki út heilbrigđisvottorđ á ţessar mćlingar - en viđ vonum ţó ađ lítiđ sé um villur.

Ţegar mćlingar hafa veriđ gerđar um áratuga skeiđ eru allmiklar líkur á ađ einhver nćrri ţví heiđskír dagur sé inni í mćlingaröđinni. En lítum á myndina.

w-blogg131011

Lárétti ásinn sýnir daga októbermánađar, en sá lóđrétti klukkustundir. Fyrstu daga mánađarins er hámarkssólskinsstundafjöldi milli 10 og 11 klukkustundir í Reykjavík en um 9 stundir á Akureyri. Ćtli viđ verđum ekki ađ trúa ţví ađ ţessa daga hafi sólin skiniđ nánast allan ţann tíma sem mögulegur er.

Sólskinsstundum fćkkar síđan jafnt og ţétt eftir ţví sem á mánuđinn líđur. Í upphafi mánađarins munar ekki miklu á stjarnfrćđilegum sólargangi í Reykjavík og á Akureyri, hann vex hins vegar eftir ţví sem á mánuđinn líđur, en munum ađ fjöll skyggja mun meira á fyrir norđan heldur en syđra. 

Sé leitnin reiknuđ á rauđu Reykjavíkurlínuna kemur í ljós ađ hámarkssólskinsstundafjöldi minnkar um tćpar 6 mínútur á dag - skyldi ţví bera saman viđ almanakiđ? Á Akureyri lćkkar hámarkiđ um rúma sex og hálfa mínútu á dag.

Og viđ spyrjum svipađrar spurningar og viđ gerđum í september: Hversu margar yrđu sólskinsstundirnar ef heiđskírt vćri alla daga októbermánađar? Í Reykjavík vćru ţćr 282, en 220 á Akureyri. En flestar hafa sólskinsstundirnar orđiđ 148,1 í október í Reykjavík. Ţađ var í ţeim hagstćđa október 1966. Viđ sjáum ađ sólin hefur ţá skiniđ rúmlega en helming ţess tíma sem hún var á lofti. Međaltaliđ er mun lćgra, 86 stundir. Einhvern tíma í framtíđinni bíđa sólríkari októbermánuđir - enn sennilega verđur mjög langt í 200 stundirnar.

Fćstar hafa sólskinsstundir í október í Reykjavík orđiđ 31,7, ţađ var í ţeim afbrigđilega hlýja mánuđi 1946. Enn fćrri stundir mćldust á Vífilsstöđum í október 1915, ađeins 17,1 stund. Sá október er međal ţeirra allra hlýjustu hér á landi. Ţađ á viđ um allan veturinn ađ skýjađ veđur fylgir hlýindum á Suđurlandi. Sólarrýrustu vetrarmánuđirnir eru gjarnan ţeir hlýjustu eđa alla vega í einu af efstu sćtum hlýindalistanna.

Fćstar mćldust sólskinsstundirnar á Akureyri í október 1995, 18,1. Ţetta er hinn eftirminnilegi hrakviđraoktóber ţegar snjóflóđiđ mikla varđ á Flateyri.

Á Akureyri er október 1974 sá sólríkasti sem vitađ er um. Ţá skein sólin ţar alls í 103,5 klukkustundir.

Mjög sjaldan er heiđskírt í október, sá dagur sem kemst nćst ţví í Reykjavík frá 1949 ađ telja var sá 21. áriđ 2007. Ţá varđ međalskýjahula sólarhringsins ađeins 0,2 áttunduhlutar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 77
  • Sl. sólarhring: 406
  • Sl. viku: 1902
  • Frá upphafi: 2350638

Annađ

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 1702
  • Gestir í dag: 74
  • IP-tölur í dag: 74

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband