Hvađa stöđ? Landshámark dag og nótt (nördamoli)

Á vef Veđurstofunnar má sjá lista yfir hlýjustu og köldustu stađi landsins. Listinn nćr annars vegar yfir ţrjú hćstu hámörk og lćgstu lágmörk sem mćlst hafa fram ađ ţví ţann daginn en hins vegar má einnig sjá lista um hćsta hámark og lćgsta lágmark nćstliđinnar klukkustundar.

Ég er ekki viss um ađ allir notendur Veđurstofuvefsins átti sig á tilveru ţessarar töflu ţví líklegt má telja ađ langflestir séu međ spáafbrigđi forsíđunnar uppi og fletti ekki yfir á hinar forsíđurnar ţrjár. Vefurinn er ţannig stilltur ađ sú forsíđa kemur fyrst upp ţar sem vefnum var síđast lokađ. Ég opna  síđuna međ útgildalistunum alltaf fyrst og e.t.v. eru fleiri veđurnörd sem gera ţađ.

Ţegar ţetta er skrifađ (rétt um fyrir miđnćtti á ţriđjudagskvöldinu 23. ágúst eru efstu stöđvarnar ţessar síđastliđna klukkustund:

Kolgrafafjarđarbrú 13,6 °C
Hafursfell 13,6 °C
Bláfeldur sjálfvirk stöđ 13,3 °C

Hér eru tvćr vegagerđarstöđvar hlýjastar, en Bláfeldur er í ţriđja sćti. Allar stöđvarnar eru á Snćfellsnesi. Nćmustu veđurnörd hafa ábyggilega tekiđ eftir ţví ađ ţađ er helst á kvöldin sem stöđvar á Snćfellsnesi og Vestfjörđum eru ofarlega á lista ţessum. Athugun leiđir í ljós ađ Bláfeldur hefur á starfstíma (frá 2004) átt hćsta hita landsins á öllum heilum klukkustundum sólarhringsins en reyndar ađeins einu sinni kl. 15 og 16 en 11 sinnum klukkan 20 og 10 sinnum klukkan 21. Reykjavík er líklegust til ađ eiga hćsta hita landsins klukkan 21 og 22 ađ kvöldi en hefur átt hćsta hitann á öllum klukkustundum nema klukkan 14.

Ég gerđi til gamans skynditalningu á ţví hvađa stöđvar eru oftast hlýjastar yfir landiđ á hinum ýmsu tímum sólarhrings í ágúst - en skildi Vegagerđarstöđvarnar eftir - í bili. Mislangur starfstími ţvćlist ađeins fyrir í subbuverkum sem ţessu - en ég skauta yfir ţađ ađ ţessu sinni. En gróflega eru niđurstöđur ţessar:

Garđskagaviti er á toppnum frá klukkan 1 ađ nóttu til klukkan 7 ađ morgni. Nú hefur Garđskagaviti stundum veriđ grunađur um ađ sýna íviđ hćrra en rétt er - en viđ látumst ekki sjá ţađ - enda hefur ekki veriđ dćmt í málinu.

Klukkan 8 og 9 er ţađ hins vegar Neskaupstađur sem er á toppnum ađ vísu varla marktćkt ofar en Skaftafell - en látum ţađ vera. Klukkan 10 er forystan komin til Ásbyrgis og Ásbyrgi á einnig efsta sćtiđ kl. 12. Hallormsstađur skýtur sér inn kl. 11 og tekur síđan völdin frá klukkan 13 til 16. Ţá laumast Ţingvellir inn og eiga efsta sćtiđ kl. 17 og 18, síđan Hallormstađur enn og aftur klukkan 19 og 20. Frá klukkan 21 til 24 er ţađ Skarđsfjöruviti sem er oftast hlýjastur.

Greinilega má sjá ađ ţađ eru strandstöđvar sem eru hlýjastar ađ nóttu en innsveitastöđvar ađ deginum. Hvers vegna Neskaupstađur kemur svo sterkt inn kl. 8 og 9 veit ég ekki. Viđhorf hlíđarinnar gagnvart sól og tiltölulega hlýjar nćtur gćtu veriđ ađalorsakavaldar.

Sé litiđ á nćstu sćti fyrir neđan ţađ fyrsta kemur í ljós ađ Garđskagaviti og Skarđsfjöruviti taka á víxl annađ sćtiđ yfir nóttina. Egilsstađaflugvöllur er í öđru sćti klukkan 13 og 14 og Skaftafell stingur sér inn. Í ţriđja sćtinu birtist Seyđisfjörđur sem hlýr stađur yfir nóttina frá klukkan 24 til klukkan 7. Möđruvellir og Sámsstađir sjást einnig á blađi auk Hafnarmela sem er kvöldstöđ eins og stöđvarnar á Snćfellnesi (sem ţó eru ekki í efstu sćtunum). Í fjórđa sćtinu komast bćđi Flateyri (klukkan 3) og Hornbjargsviti (klukkan 7) á blađ.

Líta mćtti á lágmarkshita á sama hátt eđa ţá hvađa stöđvar ţađ eru sem eiga hámarkshita sólarhringsins - en viđ látum umfjöllun um ţađ sitja á hakanum ađ ţessu sinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.4.): 29
 • Sl. sólarhring: 148
 • Sl. viku: 1802
 • Frá upphafi: 2347436

Annađ

 • Innlit í dag: 27
 • Innlit sl. viku: 1557
 • Gestir í dag: 25
 • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband