Illviđri í ágúst

Ágústmánuđur er einn af hćgviđrasömustu mánuđum ársins. Sólfarsvindar eru hćgari heldur en í maí, júní og júlí og ţótt illviđratíđni aukist ađ jafnađi undir lok mánađarins er hún samt lítil miđađ viđ ţađ sem er í september og síđar. Miklir fokskađar eru ţví ekki algengir í ágúst. En ţeir verđa samt endrum og sinnum. Hey fýkur stundum til stórtjóns og á síđari árum tengivagnar af ýmsum gerđum. Fyrir kemur ađ mold skefur úr garđlöndum.

Nú á tímum er lítiđ um vandrćđi viđ sjávarsíđuna en áđur fyrr varđ alloft tjón á bátum og flutningaskipum í höfnum og á legum viđ landiđ í ágúst. Sjávarflóđ hafa orđiđ nokkur í ágúst, árflóđ og skriđuföll eru býsna algeng á ţessum árstíma og snjóflóđ hafa falliđ. Síđan eru öll norđanhretin og ţau vandrćđi og bölsýni sem ţeim fylgja, margir tugir slíkra hreta eru skráđir á síđustu 100 til 150 árum.

Mjög erfitt er ađ átta sig á afli og umfangi hvassviđra fyrr en veđurathuganir urđu ţéttar í tíma og rúmi. Tekist hefur ađ kreista út stormatal aftur til 1912 en ţá var fariđ ađ nota Beaufort-vindkvarđann á öllum veđurstöđvum („gömlu“ vindstigin). Batnađi ţá samrćmi milli veđurstöđva og athugunarmanna ađ mun.

Á lista sem nćr aftur til 1912 (hvort hćgt er ađ gćta fyllsta samrćmis er óvíst) fćr illviđri sem gerđi af suđaustri og suđri ađfaranótt 27. ágúst 1933 fyrsta sćti ágústillviđra. Töluvert foktjón varđ í ţessu veđri:

Skemmdirnar urđu mestar um suđvesturhluta landsins. Fuku hey víđa, ţakplötur og ţök af húsum og sums stađar tók upp útihús. Járnplötur fuku af íbúđarhúsi á Arnarbćli í Ölfusi og talsvert tjón varđ í Ásahreppi og sums stađar í Rangárvallasýslu, öll tjöld brúargerđarmanna nćrri Dímoni fuku út í buskann. Fjórđi hluti kornuppskerunnar á Sámsstöđum eyđilagđist. Ţak tók af hluta Tryggvaskála á Selfossi og ţök fuku af hlöđum á bćjum í Grímsnesi. Nýleg stór hlađa og fjárhús á Spóastöđum fuku algjörlega. Tjón undir Eyjafjöllum og í Mýrdal var minniháttar. Ţak tók af húsi í byggingu í Borgarnesi, skúrar fuku ţar einnig. Refagirđing fauk viđ Svignaskarđ í Borgarfirđi og bátur brotnađi í Rauđanesi. Danspallur fauk viđ Hređavatn. Vélbátur frá Ísafirđi međ fimm mönnum fórst undan Norđurlandi. Síma- og raflínur slitnuđu í Reykjavík.

Athyglisvert er ađ hin ađdáunarverđa endurgreining sem hér hefur oft veriđ minnst á nćr ţessu veđri mjög illa en ţó sést ađ ţví olli lćgđarbylgja sem kom beint sunnan úr höfum. Á ţessum árstíma tengjast krappar lćgđir stundum leifum fellibylja en í ţessu tilviki hefur ekkert slíkt fundist.

Sumariđ 1933 er frćgt sem eitt mesta hlýindasumar á Norđurlandi en syđra rigndi linnulítiđ. Ţegar ég var í veiđieftirliti í Borgarfirđi fyrir nćrri 40 árum minntust netaveiđimenn enn ţessa síđsumars međ óhug. Ţá voru liđin 40 ár frá sumrinu 1933. Mér fannst ţetta vera óralangur tími - en nú eru aftur liđin 40 ár (mjög snögglega).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg111119c
 • w-blogg111119b
 • w-blogg111119a
 • w-blogg04119a
 • w-blogg031119a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.11.): 134
 • Sl. sólarhring: 177
 • Sl. viku: 1553
 • Frá upphafi: 1850158

Annađ

 • Innlit í dag: 117
 • Innlit sl. viku: 1339
 • Gestir í dag: 103
 • IP-tölur í dag: 95

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband