Hvađ rignir víđa í einu? (nördafóđur?)

Ég er ekki einu sinni viss um ađ nördin hafi gaman af ţessum pistli, hvađ ţá ađrir.

En í gćr (miđvikudaginn 3. ágúst) fjallađi pistillinn um alţurra daga og ţá alvotu. Í framhaldi af ţví má spyrja almennt um útbreiđslu úrkomu á landinu. Hversu víđa nćr úrkoma venjulega? Mynd dagsins reynir ađ taka á ţví vandamáli.

w-blogg050811a

TIl viđmiđunar eru allir dagar tímabilsins 1961 til 2010, 50 ár alls eđa 18262 dagar. Í pistlinum í gćr kom fram ađ engin úrkoma mćldist á landinu á 78 af dögunum 18262 eđa 0,43 prósent. Til ađ stćkka tölurnar ađeins á lóđrétta ás línuritsins er frekar miđađ viđ ţúsundustuhluta (prómill) og súlan sem lengst er til vinstri fćr ţví gildiđ 4,3 á lóđrétta ásnum en núll á ţeim lárétta (engin stöđ tilkynnir úrkomu).

Nćstu súlur eiga síđan viđ 1% stöđva, 2% stöđva, 3% stöđva og svo framvegis ţar til 100 prósentum er náđ lengst til hćgri á línuritinu. Ţar fundum viđ 14 daga eđa 0,8 prómill allra daga.

Á línuritinu sést ađ algengast er ađ úrkoma mćlist á 71% stöđva (af einstökum prósenttölum). Síđan er annađ hámark viđ 46% stöđva. Međaltaliđ er hins vegar 53% stöđva.

Nú mál velta vöngum yfir ţví hvers vegna ferillinn lítur út eins og hann gerir. Hvers vegna er hann skakkur (hámarkstíđnin er ekki í miđjunni)? Hvers vegna eru hámörkin tvö? Skýringar geta bćđi veriđ veđurfrćđilegar eđa falist í vali gilda í gagnasafniđ - ţýđinu eins og ţađ nú heitir. Viđ látum hér viđ sitja.

Svo má auđvitađ spyrja hversu víđa er úrkoma á landinu ţegar úrkoma er í Reykjavík? Svariđ viđ ţví kom mér ađeins á óvart. Algengast er ađ ţegar rignir í Reykjavík rigni víđast hvar á svćđinu allt frá Skagafirđi í norđri, suđur og austur um til Stöđvarfjarđar. Ţegar ţetta er athugađ fyrir fjölmargar stöđvar birtast fljótt markalínur úrkomuútbreiđslu. Ţar má t.d. telja Tröllaskaga, sunnanverđa Austfirđi, Dýrafjarđarsvćđiđ og fleiri - auđvitađ nćrri markalínum spásvćđa Veđurstofunnar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Ţess vegna ţarf ađ rigna sem oftast í Reykjavík.

Gott fyrir gróđurinn, Landsvirkjun og Íslendinga.

Takk fyrir nördapistla, ţeir kallast fróđleikur.

Kveđja ađ austan.

Ómar Geirsson, 5.8.2011 kl. 07:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 333
  • Sl. sólarhring: 335
  • Sl. viku: 1891
  • Frá upphafi: 2353028

Annađ

  • Innlit í dag: 294
  • Innlit sl. viku: 1696
  • Gestir í dag: 278
  • IP-tölur í dag: 272

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband