Önnur óvissa - samfara vissunni

Vissan fellst nú í því að háloftalægð (kuldapollur) myndast vestan við land og sömuleiðis virðist líklegt að hann lifi í nokkra daga - jafnvel viku eða meira. Ekki þó víst. Óvissan fellst í því hvernig lægðin slagar um hafið suður af landinu.

Ef hún verður uppi í landsteinum eru skúradembur vísar víða um land. Ef hún er hóflega langt suður undan beinir hún hlýrra lofti úr austri yfir landið, þá myndi rigna eystra en þorna um landið suðvestanvert. Ef hún heldur austlæga slóð austur undir Færeyjar læðist norðaustanáttin að landinu. Ef hún fer langt suður í haf - ætti að gera austanhlýindi. Reiknimiðstöðvar eru auðvitað ekki sammála um niðurstöðu - hver getur spáð fyrir um leið útúrdrukkins manns - hann getur auðvitað dottið - en geta háloftalægðir gert það í einhverri merkingu?

En spáin fyrir annað kvöld (föstudagskvöldið 29. júlí) ætti samt að vera sæmilega trygg. Kortið hér að neðan sýnir þá stöðu. Þar má einnig sjá að lægðin á síðan að hreyfast til suðurs - til að byrja með (bláa örin). Hlýja bylgjan sem merkt er með feitu, rauðu, strikalínunni hreyfist austur.

w-blogg290711a

Svörtu heildregnu línurnar á kortinu sýna hæð 500 hPa flatarins í dekametrum, en rauðu strikalínurnar tákna þykktina, hún er einnig mæld í dekametrum (dam = 10 metrar). Því meiri sem þykktin er - því hlýrra er loftið. Innsta jafnþykktarlínan í kuldapollinum vestur af landinu er 5400 metrar - það er of lágt fyrir smekk hungurdiska - en svosem ekki mjög hættulegt í þessu tilviki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú rignir aldeilis prýðilega hér um slóðir. Gott hefði verið að fá þessa vætu mánuði fyrr! En sumarið er búið, það  er nokkuð ljóst, a.m.k. norðan- og austanlands.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 19:58

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Þorkell. Það þarf að rigna býsna mikið í Skagafirðinum til að leiðrétta grunnvatnsstöðuna - vonandi að það takist sem fyrst. Í minni heimasveit (Borgarfirðinum) finnst mér skraufþurr holtin hafa grænkað í rigningunni í dag. Mér þykir þú svartsýnn varðandi sumarið þegar það stendur sem hæst. En langtímaspár næstu vikna og mánaða eru svosem ekki sérlega bjartsýnar - það vill til hvað þær eru oftat arfavitlausar og ekki hafandi eftir.

Trausti Jónsson, 30.7.2011 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 72
  • Sl. sólarhring: 118
  • Sl. viku: 1696
  • Frá upphafi: 2349656

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 1537
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband