Óvissa í helgarspám - annar áfangi?

Nú er helgin sólarhring nćr okkur í tíma heldur en í gćr. Jú, óvissan hefur ţví minnkađ - en heldur samt áfram. Hér ađ neđan er fjallađ um stöđuna - en enga helgarspá er ađ hafa frekar en vant er.

Síđastliđna nótt lagđi evrópureiknimiđstöđin fram nýja málamiđlunartillögu - en samţykkti samt ekki bandarísku leiđina. Í dag nálgađist sú bandaríska ţessa nýju málamiđlun - en kokgleypti hana auđvitađ ekki. Viđ lítum á spákort frá dönsku veđurstofunni (hirlam-líkaniđ) og gildir ţađ á nákvćmlega sama tíma og spákortiđ sem birtist hér í pistli í gćr. Enda eru kortin nćrri ţví eins.

w-blogg280711a

Hér sést stađan í 500 hPa-fletinum og ţykktin eins og spáđ er kl. 12 á morgun, fimmtudag 28. júlí. Svörtu heildregnu línurnar sýna hćđ 500 hPa flatarins í dekametrum, en rauđu strikalínurnar tákna ţykktina, hún er einnig mćld í dekametrum (dam = 10 metrar). Ţví meiri sem ţykktin er - ţví hlýrra er loftiđ. 

Blái hringurinn er settur á kortiđ á sama stađ og bláa örin var á kortinu í gćr. Hann er dreginn umhverfis vaxandi háloftalćgđardrag sem er á leiđinni austur í átt til Íslands. Evrópureiknimiđstöđin hafđi ţá tillögu í gćr ađ lćgđardragiđ fćri tiltölulega fljótt yfir og settist ađ talsvert fyrir norđan land. Bandaríska reiknimiđstöđin lét lćgđardragiđ hins vegar stranda viđ Ísland um helgina. Nú er evrópustöđin búin ađ samţykkja ţađ - ţađ er málamiđlunartilbođiđ.

Rauđi hringurinn er dreginn í kringum riđabylgju. Hún sést vel á kortinu sem sveigja á jafnţykktarlínum (rauđu strikalínurnar eru braggalaga). Hlý tunga (mikil ţykkt) teygir sig til norđurs ţar sem jafnhćđarlínur (svartar) eru tiltölulega beinar. Ţeir sem ţađ vilja geta ţarna séđ hlýjan lćgđargeira.

Tillaga reiknimiđstöđvarinnar frá í gćr gerđi ráđ fyrir ţví ađ ekkert yrđi úr ţessari lćgđ, en í tillögunni ađ vestan átti kalda lćgđardragiđ (blái hringurinn) ađ grípa hlýju bylgjuna föstum tökum og keyra hana til Íslands.

Bláu og rauđu örvarnar sýna hreyfingu fyrirbrigđanna nćstu daga. Kalda lćgđardragiđ á ađ verđa ađ lokađri háloftalćgđ sem á síđan ađ hringsóla í námunda viđ landiđ nćstu daga (alla nćstu viku?). Hún á ekki ađ ná í hlýju bylgjuna fyrr en ađ hún hefur fariđ austur til Írlands. Ţađ ćvintýri er nú harla óljóst enn.

Viđ skulum líta á sömu spá - reiknađa ţar til á föstudagskvöld.

w-blogg280711b

Ţá á lćgđardragiđ ađ hafa breyst í háloftalćgđ (kuldapoll), en riđabylgjan er enn á lífi og á leiđ til austurs suđur undan. Hvađ ţýđir ţetta svo fyrir veđriđ? Enn og aftur verđur ađ taka fram ađ hungurdiskar spá ekki veđri - en rćđa hins vegar veđurspár. Helgarörlög nýja kuldapollsins eru auđvitađ ekki ljós á ţessari stundu - en ţeim sem gefa út spár er uppálagt ađ taka afstöđu.

Hvernig veđur er í hćgfara kuldapollum og í jađri ţeirra ađ sumarlagi? Ćtli verđi ekki bara gaman ađ lćra af ţessum?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 26
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 424
  • Frá upphafi: 2343337

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 382
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband