Upprifjun á leiđinlegu veđri í júnílok

Illviđri eru ekki algeng síđustu dagana í júní, en vel má rifja upp fáein sem bar upp á 27. til 30. Ađalheimild er Veđráttan.

29. júní 1924 ţykir merkilegur fyrir ţćr sakir ađ ţá gerđi miklar krapaskúrir niđur undir byggđ í nágrenni Reykjavíkur. Ekki hef ég athugađ ţađ nánar hvađ var á seyđi - trúlegra er ţó ađ um óvenju miklar síđdegisdembur hafiđ veriđ ađ rćđa úr kuldapolli yfir landinu frekar en ađ útsynningur hafi veriđ svona kaldur.

27. til 29. júní 1932 varđ alhvít jörđ sums stađar í uppsveitum norđanlands í norđanáhlaupi í annars tiltölulega hagstćđum mánuđi.

28. og 29. júní 1940 gerđi illviđri af austri međ mikilli úrkomu. Miklar skemmdir urđu af hvassviđri í matjurtagörđum sunnanlands, einkum í ofanverđri Rangárvallasýslu, ţar sem sagt var ađ grjótgarđar hefđu fokiđ um koll. Vélbátur slitnađi upp í Keflavík. Miklir skađar urđu í skriđuföllum á Austurlandi, sérstaklega á Eskifirđi ţar sem kjallarar fylltust af vatni og fólk flýđi úr húsum. Mörg hús skemmdust, brúin á Eskifjarđará sópađist í burtu. Stífla rafstöđvarinnar bilađi. Kágarđar, tún, fiskreitir o.fl. skemmdust. Margar kindur króknuđu eđa fórust í vötnum í Skaftafellssýslum.

29. júní 1955 varđ mikiđ hlaup í Múlakvísl og Skálm, brýrnar sópuđust af og varnargarđar skemmdust. Ég held ađ á síđari árum hafi menn viljađ tengja ţetta meintu Kötlugos undir jökli - en er ekki alveg viss.

27. júní 1961 króknuđu nýrúnar ćr í fjárrekstri leiđ upp úr Hvítársíđu í hvassviđri og krapahríđ.

28. júní 1964 varđ alhvítt af snjó á Hólum í Hjaltadal.

27. júní 1971 var mikiđ moldrok á Suđvestur- og Vesturlandi. Tjón varđ er frć og áburđ skóf ásamt mold á Snćfellsnesi. Ţessi júnímánuđur var einstaklega ţurr, heildarúrkoma mánađarins í Reykjavík var ađeins 2,1 mm og 2,2 mm í Stykkishólmi.

Ţetta er nokkuđ vel sloppiđ.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman vćri ef ţú flettir upp á 22.-24. júní 1968 - Ég ţykist eiga ljósmyndir, sem teknar voru hér á Sauđárkróki ţessa daga. Ţćr eru mér ađ vísu ekki tiltćkar hér, eru ţađ best ég veit í geymslu hjá dóttur okkar í Reykjavík. En ţessa daga snjóađi hér niđur ađ sjó. Svo finnst mér ađ ég muni ţađ rétt ađ í júlímánuđi 1969 hafi snjóađ í fjöll í hverri einustu viku mánađarins.

Ţorkell Guđbrands (IP-tala skráđ) 28.6.2011 kl. 06:26

2 identicon

Ţađ er rétt hjá Ţorkeli. !969 var einmuna leiđinleg sumarveđrátta og hráslagaleg ,

tíđar kalsarigningar hér SV lands. Ţetta hefur samt ekki veriđ svo slćmt hér nú ,

en ef rétt er međ fariđ í fréttum , : ađ farfuglar séu ađ yfirgefa landiđ , - ţá segir ţađ

sína sögu. Etv. á öskufall  og -fok um varptímann  sinn ţátt í ţví .. Furđulegt ađ ţeir

skuli yfirleitt vera ađ koma blessađir.  Aftur á móti var stađa veđurkerfa ţannig ,ađ

ţetta sumar (1969) ,var einmuna veđurblíđa í Skandinavíu og " Mallorkaveđur" nćr allt sumariđ í Danmörku.

óli Hilmar Briem Jónsson (IP-tala skráđ) 28.6.2011 kl. 07:24

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Sumariđ 1969 er eitthvert mesta rigningarsumar sem um getur en ţađ var alls ekki kalt. Júlí var fremur svalur, en ekki verulega kaldur, en júní en ţó ágúst sérstaklega voru hlýir en september ómögulegur. Varla hćgt ađ tala um kalsarigningar sv-lands fyrr en ţá í september.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 28.6.2011 kl. 12:47

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Jú ţađ er rétt Ţorkell ađ mikiđ hret gerđi um jónsmessu 1968 og snjóađi ţá víđa fyrir norđan - meira ađ segja í Skagafirđi og Húnavatnssýslum. Snjódýpt mćldist mest á Vöglum í Fnjóskadal, 10 cm. Júnímánuđur 1969 er talinn sá úrkomusamasti sem vitađ er um bćđi á landinu sem heild og á Suđurlandi (frá Reykjanesskaga austur í Breiđdal). Ágúst og september sama ár teljast úrkomusamastir ágúst- og septembermánađa á landinu í heild.

Trausti Jónsson, 28.6.2011 kl. 16:21

5 identicon

........já Sigurđur  , - ţađ má vel vera ađ sumariđ  1969 hafi ekki veriđ svo kalt , - hef ekki

tölur um ţađ . En í minningunni er óafmáanlega stimplađ inn á harđa diskinn hjá

mér linnulaus  hráslagaleg kalsarigning,  enda vann ég úti allt sumariđ  úti viđ ađ afgreiđa

flugvélar á Reykjavíkurflugvelli , - hlađa ,  afhlađa ofl. ţannig ađ ég fékk vel

ađ kenna á bleytunni og hún var ekki ţćgileg .

óli Hilmar Briem Jónsson (IP-tala skráđ) 28.6.2011 kl. 22:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 64
 • Sl. sólarhring: 434
 • Sl. viku: 1828
 • Frá upphafi: 2349341

Annađ

 • Innlit í dag: 52
 • Innlit sl. viku: 1644
 • Gestir í dag: 52
 • IP-tölur í dag: 51

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband