Upprifjun á leiðinlegu veðri í júnílok

Illviðri eru ekki algeng síðustu dagana í júní, en vel má rifja upp fáein sem bar upp á 27. til 30. Aðalheimild er Veðráttan.

29. júní 1924 þykir merkilegur fyrir þær sakir að þá gerði miklar krapaskúrir niður undir byggð í nágrenni Reykjavíkur. Ekki hef ég athugað það nánar hvað var á seyði - trúlegra er þó að um óvenju miklar síðdegisdembur hafið verið að ræða úr kuldapolli yfir landinu frekar en að útsynningur hafi verið svona kaldur.

27. til 29. júní 1932 varð alhvít jörð sums staðar í uppsveitum norðanlands í norðanáhlaupi í annars tiltölulega hagstæðum mánuði.

28. og 29. júní 1940 gerði illviðri af austri með mikilli úrkomu. Miklar skemmdir urðu af hvassviðri í matjurtagörðum sunnanlands, einkum í ofanverðri Rangárvallasýslu, þar sem sagt var að grjótgarðar hefðu fokið um koll. Vélbátur slitnaði upp í Keflavík. Miklir skaðar urðu í skriðuföllum á Austurlandi, sérstaklega á Eskifirði þar sem kjallarar fylltust af vatni og fólk flýði úr húsum. Mörg hús skemmdust, brúin á Eskifjarðará sópaðist í burtu. Stífla rafstöðvarinnar bilaði. Kágarðar, tún, fiskreitir o.fl. skemmdust. Margar kindur króknuðu eða fórust í vötnum í Skaftafellssýslum.

29. júní 1955 varð mikið hlaup í Múlakvísl og Skálm, brýrnar sópuðust af og varnargarðar skemmdust. Ég held að á síðari árum hafi menn viljað tengja þetta meintu Kötlugos undir jökli - en er ekki alveg viss.

27. júní 1961 króknuðu nýrúnar ær í fjárrekstri leið upp úr Hvítársíðu í hvassviðri og krapahríð.

28. júní 1964 varð alhvítt af snjó á Hólum í Hjaltadal.

27. júní 1971 var mikið moldrok á Suðvestur- og Vesturlandi. Tjón varð er fræ og áburð skóf ásamt mold á Snæfellsnesi. Þessi júnímánuður var einstaklega þurr, heildarúrkoma mánaðarins í Reykjavík var aðeins 2,1 mm og 2,2 mm í Stykkishólmi.

Þetta er nokkuð vel sloppið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman væri ef þú flettir upp á 22.-24. júní 1968 - Ég þykist eiga ljósmyndir, sem teknar voru hér á Sauðárkróki þessa daga. Þær eru mér að vísu ekki tiltækar hér, eru það best ég veit í geymslu hjá dóttur okkar í Reykjavík. En þessa daga snjóaði hér niður að sjó. Svo finnst mér að ég muni það rétt að í júlímánuði 1969 hafi snjóað í fjöll í hverri einustu viku mánaðarins.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 06:26

2 identicon

Það er rétt hjá Þorkeli. !969 var einmuna leiðinleg sumarveðrátta og hráslagaleg ,

tíðar kalsarigningar hér SV lands. Þetta hefur samt ekki verið svo slæmt hér nú ,

en ef rétt er með farið í fréttum , : að farfuglar séu að yfirgefa landið , - þá segir það

sína sögu. Etv. á öskufall  og -fok um varptímann  sinn þátt í því .. Furðulegt að þeir

skuli yfirleitt vera að koma blessaðir.  Aftur á móti var staða veðurkerfa þannig ,að

þetta sumar (1969) ,var einmuna veðurblíða í Skandinavíu og " Mallorkaveður" nær allt sumarið í Danmörku.

óli Hilmar Briem Jónsson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 07:24

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sumarið 1969 er eitthvert mesta rigningarsumar sem um getur en það var alls ekki kalt. Júlí var fremur svalur, en ekki verulega kaldur, en júní en þó ágúst sérstaklega voru hlýir en september ómögulegur. Varla hægt að tala um kalsarigningar sv-lands fyrr en þá í september.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.6.2011 kl. 12:47

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Jú það er rétt Þorkell að mikið hret gerði um jónsmessu 1968 og snjóaði þá víða fyrir norðan - meira að segja í Skagafirði og Húnavatnssýslum. Snjódýpt mældist mest á Vöglum í Fnjóskadal, 10 cm. Júnímánuður 1969 er talinn sá úrkomusamasti sem vitað er um bæði á landinu sem heild og á Suðurlandi (frá Reykjanesskaga austur í Breiðdal). Ágúst og september sama ár teljast úrkomusamastir ágúst- og septembermánaða á landinu í heild.

Trausti Jónsson, 28.6.2011 kl. 16:21

5 identicon

........já Sigurður  , - það má vel vera að sumarið  1969 hafi ekki verið svo kalt , - hef ekki

tölur um það . En í minningunni er óafmáanlega stimplað inn á harða diskinn hjá

mér linnulaus  hráslagaleg kalsarigning,  enda vann ég úti allt sumarið  úti við að afgreiða

flugvélar á Reykjavíkurflugvelli , - hlaða ,  afhlaða ofl. þannig að ég fékk vel

að kenna á bleytunni og hún var ekki þægileg .

óli Hilmar Briem Jónsson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband