27.6.2011 | 00:57
Læst staða?
Júnímánuður er ekki alveg liðinn og því ekki komið að uppgjöri hans. Við lítum samt á meðalkort fyrir mánuðinn það sem af er, þetta er meðalhæð 500 hPa-flatarins (uppáhaldsflatar hungurdiska) á tímabilinu 1. til 24. júní. Kortið er frá bandarísku veðurstofunni.
Við sjáum landaskipan við norðanvert Atlantshaf með Labrador í vestri og Evrópu í austri. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru dregnar ofan í grunnkortið með heildregnum svörtum línum. Þar má sjá jafnhæðartölur, það er 5520 metra línan sem teygir sig suður um Ísland og í kringum lægð sem þar hefur setið. Þeir sem litu á pistil gærdagsins og kortið þar sjá að lítill munur er á kortunum tveimur hér í námunda við Ísland, enda hefur staðan verið læst mestallan mánuðinn.
Nú vill svo til að hæð 500 hPa-flatarins yfir landinu er ekki mjög fjarri meðallagi júnímánaðar, en hins vegar er hæðarvik allmikið bæði suðaustan við land og yfir Grænlandi. Vikið suðausturundan er mest undan Írlandi norðvestanverðu þar sem hæðin á þessum tíma árs ætti að vera um 5600 metrar, hún er um 80 metrum undir meðallagi. Yfir Vestur-Grænlandi er vikið hins vegar um 150 metrar yfir meðallagi. ætti að vera rúmlega 5440 metrar en er 5590. Ég hef merkt ás hæðarhryggjarins inn með rauðri strikalínu.
Þetta er verulegur viðsnúningur sem leiðir til þess að hér hafa norðlægar áttir verið ríkjandi og kalt loft linnulítið borist suður með Grænlandi austanverðu. Rétt er að bíða til mánaðamóta með samanburð við fyrri ár.
Satt best að segja lítur út fyrir svipaða stöðu áfram. Vonandi hlýnar samt eitthvað - því enn er sumarið í sókn á norðurhveli.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:58 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 30
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 2477
- Frá upphafi: 2434587
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 2201
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Spái því að þetta muni snúast við þegar líður fram á sumarið og það komi hitabylgja þannig að júlí og ágúst og hluti af september verði mjög hlýir. Við munum því sjá mikið af tveggjastafa hitatölum á næstunni.
Það sem mun gera samkvæmt mínu nefi er að hlýtt loft muni taka að streyma hingað sunnan frá Íberíu-skaga og Kanarí-eyjum og umlykja landið frá og með júlí-byrjun.
Haustið mun einnig verða mylt og gott og veturinn mun verða með besta móti.
Ö. Jónasson (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 10:19
Mikið vona ég að spá Ö. Jónassonar gangi nú eftir!
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.6.2011 kl. 11:16
Hvernig sem verður háttað um hlýnun loftslags jarðar stingur ein staðreynd illilega í augu: Þótt allur ís hverfi í Íshafinu situr ógnarskjöldur Grænlandsjökuls eftir í margar aldir.
Þegar hann er orðinn svona einn, mun hann hugsanlega verða til þess að festa sig í sessi sem miðja kuldans á norðurhveli jarðar og þá oftast með því að líma hæð við sig sem stýrir köldu lofti suður til Íslands líkt og nú gerist.
Ómar Ragnarsson, 27.6.2011 kl. 15:54
Ég vona að hlutirnir séu ekki svona einfaldir og Ómar telur hér. Hef nú meiri trú á því að þetta sé eitthvað "global warming" hysteríu-tengt, svona spádómar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.6.2011 kl. 19:09
Burt séð frá hugsanlegaum hysteríuspádómum mun ísinn varla hverfa í Íshafinu nema rétt um sumarið í framtíðinni og þá frekar seinni part sumars. Kannski veit síðan Trausti betur hvort skiptir máli að Grænlandsjökull er í 3 km hæð og slagar hátt í 500 hPa flötinn.
Emil Hannes Valgeirsson, 27.6.2011 kl. 19:59
Það stendur alltaf til hjá mér að gera grein fyrir áhrifum Grænlands á veðurlag á Íslandi en þau eru margvísleg. Þar má telja það sem flestir sjá að fjallgarðurinn Grænland stíflar fyrir framrás lofts úr vestri og norðvestri og ver okkur fyrir allmiklu af þeim kulda sem kemur frá heimskautaeyjum Kanada. Það loft þarf nú að fara lengri leiðina suðurfyrir til að komast til okkar. Annað sem einnig má heita augljóst er að Grænland stendur líka fyrir framrás lofts til vesturs og auðveldar köldum norðanvindum úr Íshafinu að komast hingað og með meiri hraði en annars væri. Síðan koma þau áhrif sem ekki eru augljós. Loftið í meir en 2 til 3 kílómetra hæð er í langflestum tilvikum hlýrra heldur en það sem neðar er þegar leiðrétt hefur verið fyrir þrýstimun. [Mættishiti vex upp á við]. Þótt loft kólni baki brotnu á Grænlandsjökli (sem það gerir) sígur það alltaf til hliðanna og hitnar við að streyma niður skriðjökla og dali. Við þetta verður líka niðurstreymi yfir jöklinum (sem lækkar veðrahvörfin og eykur þar með sunnanátt yfir Íslandi). Blási hvassir vindar yfir Grænlandi valda fjöllin því að hlýrra loft að ofan blandast niður í kaldara loft sem undir er og hiti hækkar. Það hefur verið reiknað út að niðurstreymið og blöndunin yfir Grænlandi valdi því að hiti hér á landi sé lítillega hærri en hann ella væri. Grænlandsjökull er því fremur varma- heldur en kuldauppspretta fyrir Ísland. Mjög furðulegt, en alveg satt. Þetta ástand breytist lítið þótt allur hafís bráðni hluta síðsumars. Segjum samt að svo verði. Þá er Grænlandsjökull orðið það svæði norðurslóða sem hefur hvað neikvæðastan geislunarbúskap yfir hásumarið - en hefur samt jákvæð áhrif á hita vegna niðurblöndunar lofts. Ekki vil ég taka svo sterkt til orða að segja að hæðin yfir Grænlandi sé þjóðsaga, en hún á ekki höfuðþing sitt yfir jöklinum sjálfum heldur við jaðra hans norðan Scoresbysunds og norður í Íshaf. Sú hæð linast heldur ef hafísinn bráðnar. Það skiptir sem sagt mjög miklu máli að Grænlandsjökull er 2 til 3 kílómetra hár. En vonandi get ég fjallað nánar um þetta síðar og skýrt betur.
Trausti Jónsson, 27.6.2011 kl. 23:17
Nú var stór hluti s-Grænlands íslaus á eemian-hlýskeiðinu og sennilega mun minni íshella á s-Grænlandi við landnám. Mun ekki loftslag á Íslandi gjörbreytast við það að s-Grænaland verði aftur íslaust miðað við allar spár um bráðnum íshellunar?
Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 01:56
Afar fróðlegt Trausti, takk fyrir þetta
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.6.2011 kl. 14:01
Loftslag mun breytast eitthvað hér á landi ef allur jökull hyrfi á Suður-Grænlandi, en ekki má gleyma því að nokkuð þarf að hlýna frá því sem nú er til að jökull hverfi þaðan - auk þess sem bráðnunin tekur mjög langan tíma. Ég held að við slíkar aðstæður myndu menn hér á landi frekar taka eftir hlýnuninni sem ylli jökulbráðnuninni heldur en þeim breytingum sem af henni leiða á Grænlandi. Eitthvað hef ég heyrt af líkantilraun sem gerir ráð fyrir því að allur Grænlandsjökull sé horfinn, en að veðurlagi á norðurhveli að öðru leyti haldið svipuðu og nú er. Það sem mest kom á óvart í þeirri tilraun var að Grænlandsjökull myndi vart myndast aftur við núverandi veðurlag. Í tilrauninni reiknaðist sumarhiti hér á landi um 8 stig (svipað og nú er), en sumarhiti á sléttum Grænlands 6 til 14 stig.
Trausti Jónsson, 28.6.2011 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.