Skamvinn hitabylgja í Vestur-Evrópu?

Loftið yfir landinu er nú ívið hlýrra heldur en var lengst af í vikunni, er að slefast upp fyrir þykktina 5400 metra. Það er auðvitað langt í frá gott og ekki heldur það að varla er meira í boði næstu daga. Sumar spár segja meira að segja að þykktin eigi aftur að detta niður fyrir 5350 um eða eftir miðja viku. En meir um það þegar og ef að því kemur.

Kort dagsins sýnir 500 hPa-hæðina (heildregnar, svartar línur) og þykktina (rauðar strikalínur) eins og spáð er kl. 18 á sunnudag (26. júní).

w-blogg260611

Ás kalda loftsins að norðan liggur í bili fyrir vestan land. Þegar lægðin sem hér er suður af landinu hreyfist til norðnorðausturs skammt undan Austurlandi verður komin norður fyrir er hætt við því að kuldaásinn lendi aftur á landinu. Gríðarlega hlýtt loft sækir nú norður á bóginn yfir Vestur-Evrópu. Þegar þetta kort gildir er 5700 metra þykktarlínan komin norður fyrir París. Svo hlýtt loft er sjaldgæft á Bretlandseyjum og líka þegar kemur norður til Hollands og Danmerkur. Spænska veðurstofan varar við miklum hita á sunnudag - enda er þykktin þar yfir 5760 metrum.

Ný hitamet eru þó varla væntanleg því þessi hlýja tunga hreyfist svo hratt yfir þessi svæði. Það verður þó gaman að fylgjast með hitatölum frá þessum slóðum næstu tvo til þrjá daga. Danska veðurstofan gerir ráð fyrir því að hiti muni ná 30 stigum á stöku stað á Jótlandi á þriðjudaginn (28. júní). Kalda loftið ryðst síðan yfir í kjölfarið með þrumuveðri og ofsadembum, en það hlýja sest að í Norður-Rússlandi og heldur við þeim hitum sem ríkt hafa þar að undanförnu.

Á kortinu hér að ofan má sjá dálítinn kuldapoll við Vestur-Grænland. Hann hreyfist til suðsuðausturs og verður fóður fyrir lægð eða lægðir seint í vikunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband