Tvćr vísanir

Hungurdiskar eru óvenjulegir í dag, innihalda ađeins tvćr vísanir í annađ vefefni. Sú fyrri er í tilefni af sólstöđunum og jónsmessunni.

Einhver vék ađ mér ţeirri spurningu hvers vegna norđurlandabúar haldi upp á miđsumar á jónsmessu en ekki á sólstöđudaginn. Ég hef ţá einkakenningu ađ jónsmessuhátíđin sé fyrst og fremst morgunsvćfum ađ ţakka - ţeir kvöldsvćfu eru löngu sofnađir og taka ţar af leiđandi ekki eftir ţví ađ sól sest síđast ađ kvöldi ekki á sólstöđudaginn sjálfan heldur 2 til 3 dögum síđar - einmitt á jónsmessunni. Ţessu hafa morgunsvćfir af hyggjuviti sínu tekiđ eftir viđ vökur sínar. Kvöldsvćfir hafa hér veriđ ofurliđi bornir - eđa rćnulitlir, ţví ţeir ćttu ađ halda upp á sínar sólstöđur 2 til 3 dögum fyrir 21. júní. Er hér fágćtt dćmi um sigur morgunsvćfra yfir kvöldsvćfum.

Rétt er ađ taka fram ađ ţađ sem hér ađ ofan stendur á betur viđ á breiddarstigi Danmerkur og Englands heldur en hér á landi ţar sem ţessi munur er svo lítill ađ varla er von til ţess ađ skarpir morgunsvćfir taki eftir honum. Ţeir sem vilja alvöru vitneskju um sólargang (en ekki hálfkćring) ćttu endilega ađ líta á vef Almanaks Háskóla Íslands ţar sem finna má greinina Hve stórt er hćnufetiđ?

Ţetta var fyrri vísunin. Sú síđari er í ágćtan pistil félaga Jeff Masters hjá Wunderblog. Ţar ritar hann um nýlegar öfgar í veđurfari undir titlinum (lausleg ţýđing): 2010-2011: Öfgafyllsta veđurlag á jörđinni frá 1816? Ţađ er auđvitađ argasti dónaskapur ađ bjóđa lesendum hungurdiska upp á tengil á bloggsíđu á ensku, afsakiđ ţađ. En yfirlitiđ er ágćtt. Ađ mínu mati fer höfundurinn hins vegar offari ţegar hann svarar spurningu sinni játandi - en menn mega ţađ stundum.

Ţótt veđurfar síđastlitiđ eitt og hálft ár hafi ađ sönnu veriđ öfgakennt í heiminum ţarf viđ matiđ ađ leiđrétta fyrir tveimur meginţáttum. Annars vegar ţá stađreynd ađ öfgarnar hafa veriđ mest áberandi ţar sem blađamenn, veđurbloggarar og veđurfrćđingar eru ţéttastir, til hćgđarauka köllum viđ ţau blađursvćđi jarđar. Einhver fylgni er örugglega á milli raunverulegra öfga annars vegar og öfga á blađursvćđum hins vegar, en ólíklegt er ađ mesta ár blađursvćđa sé nákvćmlega ţađ sem raunverulega er mesta öfgaáriđ.

Ég veit hins vegar ađ Bandaríkjamenn hafa á heimaslóđum búiđ sér til margs konar mćlikvarđa sem gera ţeim kleift ađ rađa árum hjá sér eftir öfgamćtti. Ţeir hafa líka manna best unniđ ađ ţví ađ kortleggja tjónnćmi á heimaslóđum. Mćttu ađrir taka ţá sér til fyrirmyndar hvađ ţetta varđar.

Hin leiđréttingin sem verđur ađ beita er sú ađ tjónnćmi í heiminum vex margfalt hrađar heldur en tíđni og afl veđuröfga (tjónmćttis). Eyjafjallajökulsgosiđ í fyrra hefđi engu tjóni valdiđ í Evrópu áđur en hrađfleygar flugvélar fóru ađ soga ösku inn í hreyfla sína. Tjómćtti nákvćmlega ţessa goss er ţó hiđ sama hvort sem ţađ hefđi orđiđ áriđ 1910 eđa 2010. Tjónnćmiđ (flugvélar, seinkanir, mannslíf) er hins vegar gjörólíkt. Sama má segja um tjónnćmi gagnvart flóđum, ţurrkum, fellibyljum, kuldaköstum o.s.frv.

Hugsanlegt er ađ ég muni síđar á hungurdiskum fjalla um tjónmćtti og tjónnćmi, lesendur geta strax fariđ ađ kvíđa ţví.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta er alveg dásamlegt hugtak, blađursvćđi!

Ţorkell Guđbrands (IP-tala skráđ) 25.6.2011 kl. 21:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 50
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 541
  • Frá upphafi: 2343303

Annađ

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 492
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband