30.5.2011 | 01:18
Fáein orð um skyggni (í tilefni af öskumistri)
Enn léttir ekki vel til þannig að sjáist hvort himininn eða sólin hafa látið á sjá við eldgosið í Grímsvötnum. Líkur á að við sjáum eitthvað spennandi minnka með hverjum deginum eftir því sem gosefnin dreifast meira eða falla til jarðar með úrkomu. En hér koma nokkur orð um skyggni.
Það er ekki alltaf augljóst hvað átt er við með upplýsingum um skyggni á veðurstöð, sérstaklega í náttmyrkri. Mörgum kemur á óvart að skyggni sé talið ágætt þar sem umferðaróhapp hefur átt sér stað í niðamyrkri og bleytu þegar menn af eðlilegum ástæðum kunna varla fótum sínum forráð. Málvenju og veðurlýsingu getur hér greint að. Veðurathuganaskyggni á alltaf við lárétt skyggni, skyggni sem er takmarkað af veðurfyrirbrigðum, en ekki náttmyrkri, skuggum eða ástandi yfirborðs jarðar. Í náttmyrkri er auðveldast að meta skyggni eftir því hversu vel sést til fjarlægra ljósa, en þar sem engin slík eru til staðar er miðað við útlínur í landslagi eða stundum því hvort stjörnur eða tungl sjást neðarlega á himni eða ekki.
Það sem takmarkar skyggni sem skilgreint er á þennan hátt getur verið úrkoma af ýmsu tagi, skafrenningur, ryk, raki, mengun eða þoka. Hægt er að mæla skyggni með nákvæmum mælitækjum. Nöfn á smáum ögnum eru enn nokkuð á reiki í íslensku. Ég nota gjarnan orðið ar yfir smáar agnir í lofti. Arið skiptist síðan í ryk og agnúða. Ryk vita allir hvað er en agnúði er samsafn örsmárra dropa sem innhalda auk vatns uppleyst sölt eða fljótandi efni af ýmsu tagi. En ekki er víst að allir séu sammála um þessa notkun orðanna.
Skerpa útlína í fjarska ræðst af því hversu vel forgrunnur greinist frá bakgrunni. Lítum á skýringarmynd.
Myndin er fengin úr prýðilegri kennslubók eftir Daniel J. Jacob (sjá hér að neðan) og sýnir auga (lengst til hægri) nema dreif af sólargeislum sem hafa endurkastast á ýmsa vegu. Á myndinni er grámerktur hlutur sem augað er að reyna að sjá, hlutinn ber í bakgrunn lengst til vinstri á myndinni.
Agnúði og ryk (t.d. aska) valda því að skyggni er verra en væri án hans. Sólargeislar lýsa upp bakgrunn, hlut og agnir sem ber á milli hans og augans. Skyggnið ræðst af þeim mun sem er á geislahneppi 3 (frá bakgrunninum) og hneppi 2 (frá hlutnum). Dreif frá ari framan hlutar inn í sjónlínu (1) og dreif ljóss frá hlut út úr sjónlínu (4) draga úr skyggninu til hlutarins.
Bókin sem myndin er úr er ætluð byrjendum í háskólanámi. Ég mæli með henni:
Jacob, Daniel J., Introduction to Atmospheric Chemistry, Princeton University Press, 1999, 266 s.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 398
- Sl. sólarhring: 586
- Sl. viku: 2193
- Frá upphafi: 2413213
Annað
- Innlit í dag: 374
- Innlit sl. viku: 1974
- Gestir í dag: 371
- IP-tölur í dag: 368
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Það var hreinviðri hér í Skagafirði í dag, sólin skein frá því sem ætla mátti að væri heiður himinn, en svo var í raun ekki. Einhverskonar ljósleit slikja virtist vera á lofti, ekki bara í sólarátt, heldur líka í aðrar áttir séð. Nú getur svo sem vel verið að á lofti hafi verið einhver háský eða jafnvel "silfurský" eða hvað það er kallað. Hef ekki vit á því. En þetta minnti óþyrmilega á loftið eftir stórgosið í Pinatubo 1991 og Mt. St. Helens 1980.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 17:55
Þorkell, svipað var ástatt hér í Reykjavík í dag (30.maí) og þú lýsir í Skagafirðinum, ljósleit slikja virtist á lofti. Blika var það varla - í henni sjást rosabaugar og hjásólir sem ískristallar framkalla. Það sem sást hefur þá líklega verið dropa- eða rykkyns. Spurning er hversu ofarlega þetta hefur verið, gæti hafa verið dropamergð í veðrahvolfinu sem var frekar rakt Vel má vera að dropar hafi þést á örsmáum öskukornum sem ábyggilega er gnægð af. En fyrir sólarlag sló flekkjum af mið- og lágskýjum upp á himinn hér suðvestanlands þannig að ekki sást hvort um öskuský í heiðhvolfi var að ræða. Vonandi verða björtu dagarnir fleiri þannig að við getum haldið áfram að ráða í loftið. Silfurský sjást ekki hér á landi nema 24. júlí til 16. ágúst og þá aðeins um stuttan tíma kringum miðnætti.
Trausti Jónsson, 31.5.2011 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.