Hver er ţokusamasti dagur ársins á landinu?

Viđ ţessu er auđvitađ ekkert alveg ákveđiđ rétt svar - en lítum samt á međfylgjandi mynd.

w-thoka300511

Hér sjáum viđ árstíđasveiflu ţokuathugana. Ekki ćtla ég ađ tilgreina talningareininguna (lóđrétti ásinn) en ţađ er ţó ţannig ađ ţví hćrri sem talan er ţví algengari er ţokan. Lárétti ásinn sýnir mánuđi ársins í eitt og hálft ár, merkt er viđ ţann 15. hvers mánađar.

Greinilega má sjá ađ ţokur eru miklu algengari ađ sumarlagi heldur en á vetrum, 8 til 9 sinnum algengari. Bláa línan sýnir ţetta, en sú rauđa er tilraun til útjöfnunar á tilviljanakenndu suđi frá degi til dags. Ţokutíđnin vex hröđum skrefum í maí og júní, nćr hámarki í júlí en síđan dregur snögglega úr tíđninni eftir miđjan ágúst. Lágmarkiđ er í desember og janúar.

Á myndinni er 6. júlí sá dagur sem sýndi mesta ţokutíđni á tímabilinu sem hér er lagt undir, og 1. júlí litlu lćgri. Á Suđur- og Vesturlandi er dagurinn 5. júlí, 6. júlí norđanlands, en 1. ágúst á Austurlandi. Lítilsháttar munur er á árstíđasveiflu ţokutíđni á Norđur- og Austurlandi ţannig ađ í maí er ţokan tiltölulega algengari norđanlands, en Austurland vinnur síđan heldur á ţegar kemur fram á sumariđ.

Ţokuminnsti dagur ársins er eftir ţessu tali 19. desember - fleiri dagar eru ámóta um svipađ leyti, enda ýmis konar illviđri tekin fram yfir ţoku á ţeim árstíma.

Árstíđasveifla ţessi er fullkomlega raunveruleg, en hámarks- og lágmarksdagarnir auđvitađ ekki. Vikan 1. til 7. júlí er hćst allra sjödagarađa, varla ţó marktćkt hćrri heldur en ađrar vikur júlímánađar.

Tvennt veldur ţví ađ ţokutíđnin hegđar sér á ţennan veg. (i) Ţokutíđni nćr hámarki ţann stutta tíma árs ţegar međalsjávarhiti er lćgri heldur en lofthitinn, sjór kćlir ţá loft og raki ţéttist nćst honum. (ii) Vindur eyđir grunnum hitahvörfum, ţau fá ţví mestan friđ á ţeim tíma árs sem međalvindhrađi er lćgstur. ţ.e. í júlí og fyrri helming ágústmánađar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliđi Einar Dađason

Alltaf jafn fróđlegt og áhugavert ađ lesa pistlana ţína.

Sumarliđi Einar Dađason, 31.5.2011 kl. 11:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.8.): 65
 • Sl. sólarhring: 442
 • Sl. viku: 1704
 • Frá upphafi: 1952375

Annađ

 • Innlit í dag: 58
 • Innlit sl. viku: 1475
 • Gestir í dag: 56
 • IP-tölur í dag: 55

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband