Litið yfir norðurhvel (engin leið að hætta)

Við lítum enn á ástandið á norðurhveli, í þetta sinn spá reiknimiðstöðvar evrópuveðurstofa um stöðuna í 500 hPa-fletinum á hádegi á mánudag. Þrekmiklir lesendur hungurdiska ættu að kannast við kortið.

w-blogg290511

Línurnar (rauðar og bláar) sýna hæð flatarins yfir jörð í dekametrum. Þykka, rauða línan sýnir 5460 metra jafnhæðarlínuna, gróflega (mjög gróflega) má segja að sumarið sé sunnan við hana - vorið norðan við. Hin rauða línan er sett við 5820 metra hæð. Þar eru hitabylgjur og hlýindi, reyndar sýnd frekar en gefin en við fjöllum síðar um það ef hún kemur nálægt okkur í sumar. Þar sem línur eru mjög þéttar er hvasst í háloftunum, þar yfir bylgjast heimskautaröstin í kringum norðurhvel.

Á mánudaginn (30.maí) verðum við langt inni í kalda loftinu - að vísu ekki beinlínis í kuldapolli en samt úti í kuldanum. Þegar við litum á þetta kort síðast var mikil hæð norður af Alaska, hún er nú mun minni en áður en hefur byggt brú yfir til Síberíu. Útlit er fyrir að kuldapollurinn öflugi nærri norðurpólnum láti okkur í friði - alla vega í bili.

Von okkar um hlýrra veður byggist á lægðabylgjunum sem fylgja heimskautaröstinni. Þær eru, eins og ég hef áður lýst, jarðýturnar sem ryðja hlýja loftinu á undan sér og leitast við að byggja upp hæðarhryggi með hlýrra lofti.

En hvar gerist það næst? Sumarþyrstum íbúum Norður- og Austurlands nægir að jarðýtunni takist að sveifla röstinni norður til Íslands, þá kemur þar sumarhlýtt loft í vestan- eða suðvestanáttinni, en við hér á Suðurlandi sitjum í bleytu og hálfgerðum hráslaga. Fleiri landshlutar myndu hins vegar njóta þess ef jarðýtum tækist að byggja upp fyrirstöðuhæð sem klyfi röstina. Lengri spár eru afar óljósar um þetta og breytingar detta út og inn eftir því sem nýjar spár berast. En leiðin liggur til sumars því sólin sér til þess að 5460 metra hringurinn þrengist með hverjum degi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.4.): 18
 • Sl. sólarhring: 478
 • Sl. viku: 2260
 • Frá upphafi: 2348487

Annað

 • Innlit í dag: 16
 • Innlit sl. viku: 1979
 • Gestir í dag: 16
 • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband