Um vindhraðamet 24. maí (fóðri kastað til nördanna)

Nú eru liðin 15 til 17 ár síðan farið var að mæla vindhraða á fjölda sjálfvirkra stöðva. Vindáttir ráðast mjög af landslagi og staðháttum á hverjum stað þannig að góð hugmynd fæst um tíðni þeirra eftir að athugað hefur verið í 1 til 2 ár. Mæla þarf í nokkur ár til viðbótar þess að hægt sé að taka saman upplýsingar um tíðni mismunandi vindhraða þannig að vit sé í. Áætlanir um hámarksvindhraða þurfa hins vegar lengri athugunarraðir, helst ekki minna en 7 ár - og helst sem flest. Sjaldgæf veður eru sjaldgæf.

Vindhraðagagnasafn Veðurstofunnar bólgnar út með hverju árinu og nú fer að verða í lagi að líta á þau met þess tíma sem athuganirnar taka til. Í viðhenginu er listi með hæsta 10-mínútna meðalvindhraða og mestu vindhviðu allra sjálfvirkra stöðva í maí. Þarna má líka finna upplýsingar um stöðvar sem eru nýjar - en þó er engin stöð listanna minna en ársgömul. En ekki ber að taka mark á stöðvum sem mælt hafa í minna en 3 til 4 ár, met þeirra hrynja umvörpum í illviðrum eins og þeim sem hafa gengið yfir landið í núlíðandi maímánuði. Ástæða er að taka fram að villur geta leynst í listanum.

Sömuleiðis er ástæða til að benda á að hér eru hinar hefðbundnu sjálfvirku stöðvar og stöðvar Vegagerðarinnar í einni hrúgu. Vegagerðarstöðvarnar eru flestar (þó ekki allar) í um 6 metra hæð frá jörðu, en eru sneggri að bregðast við vindhviðum heldur en aðrar stöðvar. Venjulega er miðað við 10 metra hæð þegar vindhraði er mældur. Strangt tekið eru því stöðvagerðirnar ekki alveg samanburðarhæfar. Fleira gerir mælingar óvissar en er ekki rakið hér.

Lítum nú á hæstu gildin listans - fyrst 10-mínútna meðalvindhraða, munum að hann nær aðeins til maímánaðar:

      byrjar     nær til      metár  metdagurmet(m/s)nafn
199620102001741,2 Skálafell
2004201020071735,4 Stórhöfði sjálfvirk stöð
1994201020091134,5 Sandbúðir
1998200220013132,1 Auðbjargarstaðabrekka
2000201020013131,3 Vatnsskarð eystra
199420102004631,1 Gagnheiði
1997201020013130,2 Bjarnarey
2003201020091330,2 Hveravellir sjálfvirk stöð
1996201019981330,2 Fróðárheiði
199920102004230,1 Papey

Við sjáum að þetta eru allt staðir sem þekktir eru fyrir mikil hvassviðri. Skálafell og Gagnheiði eru á fjallstindum, Stórhöfði er talsvert hærri en umhverfið og Bjarnarey og Papey eru líka úti fyrir ströndinni. Sandbúðir eru á berangri á hálendinu og einnig er lítið skjól að hafa á veðurstöðvarhæðinni á Hveravöllum. Fróðárheiði og Vatnsskarð eystra eru skörð á milli hærri fjalla. Svo er þarna Auðbjargarstaðabrekka á Tjörnesi - mikill illviðrastaður þegar svo ber undir.

Tíu hæstu hviðustaðirnir eru:

byrjarnær til metármetdagurmet(m/s)nafn
1996201019981353,4 Skálafell
200020102006251,7 Lómagnúpur
1996201020013148,3 Oddsskarð
1999201020062348,2 Kjalarnes
1996201020011546,8 Seyðisfjörður
199820102006346,0 Steinar
200020102009845,3 Hraunsmúli
200020052000744,6 Kolgrafafjörður
199420102000344,1 Þverfjall
200020102009144,1 Vatnsskarð eystra

Hér er úrvalið annað. Skálafell er þarna enn á toppnum og Þverfjall vestra og Oddsskarð eru fjallastöðvar sem bætast á listann. Síðan eru nokkrir staðir á láglendi. Lómagnúpur þar hæstur. Þar hafa vindhraðamælingar stundum þótt vafasamar vegna meintra rafmagnstruflana en hér trúum við þessari mælingu. Kjalarnes (við Móa) er auðvitað frægur hviðustaður og hinir staðirnir einnig. Þarna er líka Seyðisfjörður, en sjálfvirka stöðin þar er reyndar ekki inni í bænum heldur stendur hún eina 90 metra yfir sjó út með firðinum - ætti eiginlega að heita annað.

En kemur nú að tilefni pistilsins, veðrinu 23. til 24. maí. Þá var hvasst víða, á fjórum stöðvum það hvassasta á árinu, sé miðað við 10-mínútna meðalvindhraða:

ármándagurklstáttfxfgnafn
2011524934130,436,7 Höfn í Hornafirði sjálfvirk stöð
20115241333625,732,3 Seyðisfjörður*
2011524325635,960,5 Hamarsfjörður*
2011519228122,835,3 Króksfjörður*

Hér má sjá ár, mánuð, dag og klukkustund. Síðan koma vindáttin í gráðum (réttvísandi), mesti 10-mínútna meðalvindhraði, mesta vindhviða og að lokum nafn stöðvarinnar. Stjarna á eftir nafninu táknar að meiri hviða hefur mælst á stöðinni fyrr á árinu.

Ný maímet voru sett á 30 stöðvum sem athugað hafa i 5 ár eða meira auk fjölmargra meta á stöðvum sem mælt hafa styttri tíma - taflan í viðhenginu er sumsé þegar orðin úrelt. Ekki bæti ég úr því fyrr en í fyrsta lagi eftir að mánuðinum er lokið (því hver veit hvað gerist síðustu 6 dagana - eftir allan þennan skít).

En methviðulistinn hér fyrir ofan er líka úreltur. Því vindhviðan í Hamarsfirði í listanum hér að ofan, 60,5 m/s, sló methviðuna á Skálafelli (53,5 m/s) svo um munaði. Það met hafði staðið síðan 1998. Svo virðist sem við verðum að trúa þessu því óvenju hvasst varð á fjölmörgum stöðvum sunnan- og suðaustanlands. Neðst í viðhenginu má sjá rjómann fleyttan ofan af því - þar er listi um hvössustu vinda þann 23. og 24. maí. 

Athugasemd vegna gossins.

Nú er lag að fylgjast vel með lit himins og sólar þegar færi gefst. Talsverð móða er í lofti. Hún gerir himininn hvítari heldur en hann á að sér að vera - ástandið nú (að kvöldi 25. maí) er þó ekkert óvenjulegt - himinninn er þrátt fyrir allt blár í hvirfilpunkti. Aska í heiðhvolfi sést best við sólsetur í heiðskíru veðri, móðan í neðri lögum er fullmikil til að hún sjáist meðan albjart er. Ef til vill er engin aska þar uppi, en gaman er að leita.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessi nýja sjálfvirka stöð á Seyðisfirði er ekki í neinni samkeppni um hitamet í líkingu við gömlu mönnuðu stöðina í bænum. Skil ekki h vers vegna ósköpunum hún er kennd við Seyðisfjörð áfram eins og ekkert sé.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.5.2011 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 1491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1298
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband