Sólarhringsúrkomumet í maímánuđi

Nú skal byrjađ ţar sem frá var horfiđ í pistlaröđinni áđur en Grímsvatnagos ruglađi hungurdiska í ríminu. Viđ lítum á sólarhringsúrkomumet veđurstöđva í maí. Fyrir nokkrum dögum rigndi meira sumstađar austanlands en áđur hefur gert í maí. Minnst var á líklega ástćđu ţeirrar rigningar í pistli fyrir nokkrum dögum. Gerđ skýringarmyndar ţvćlist í huga mínum - alla vega hefur mér ekki enn tekist ađ hrista hana fram úr erminni - hvorki á vitrćnan hátt né međ ósjálfráđri skrift. Má vera ađ hún detti út síđar.

En ađallistinn er í viđhenginu. Ţar má finna fjóra lista, nördum til heilsubótar. Sá fyrsti sýnir mestu sólarhringsúrkomu í maí á sjálfvirku stöđvunum. Ţar fyrir neđan eru mönnuđu stöđvarnar frá 1961 til 2010 (áriđ 2011 sumsé ekki međ) og síđan eru eldri mćlingar, eldri en 1961. Elsta metiđ er frá ţví í maí 1858 sýnist mér. Hér á ađ hafa sterklega í huga ađ úrkoma hefur ađeins veriđ mćldi í örfá ár á sumum stöđvum, jafnvel ađeins eitt í sumum tilvikum. Varla ţarf ađ taka fram ađ ţćr tölur eru lítt marktćkar, auđvitađ getur eitthvađ sem kalla má metúrkomu hafa lent á mćlingaári en líklegra er ađ ţađ hafi ekki gerst.

Almennt er taliđ ađ mćla ţurfi úrkomu í 20 til 30 ár til ţess ađ tak náist á líklegri hámarksúrkomu stöđvarinnar.

Neđst eru síđan dćgurmet maímánađar, nýjum metum hefur ekki veriđ bćtt viđ og nćr listinn ađeins til 2010. Ein stöđ, Kvísker í Örćfum, á ţar 13 met af 31. Ţar mćldist mesta sólarhringsúrkoma á landinu í maí ađ morgni ţess 16. 1973.

Hér eru hćstu sólarhringsgildin - í millimetrum:

ármánúrkstöđ
197316147,0 Kvísker
200911136,0 Grundarfjörđur
198622135,0 Siglufjörđur
199811130,2 Bláfjöll, úrkomustöđ
198920122,2 Kvísker
19938118,2 Grundarfjörđur
19829110,0 Kvísker
200911107,2 Ölkelduháls
194225106,5 Hólar í Hornafirđi
194425106,1 Hólar í Hornafirđi
19787105,8 Snćbýli
200912104,2 Nesjavellir
19901103,2 Nesjavellir
19901100,0 Andakílsárvirkjun

Dagsetningin á viđ maímánuđ. Stöđvarnar í Bláfjöllum og viđ Ölkelduháls eru sjálfvirkar. Talan frá 2009 í Grundarfirđi á viđ sjálfvirku stöđina ţar, en sú frá 1993 á viđ mannađa stöđ sem ţar var um nokkurra ára skeiđ. Sjálfvirk stöđ var nýlega sett upp á Kvískerjum, en hún hefur ađeins mćlt tvo maímánuđi og hefur ekki enn hitt á mikla úrkomu á ţeim tíma árs.

Ein ískyggileg tilviljun er í listanum hér ađ ofan, tölurnar frá Hólum í Hornafirđi eru nćrri ţví eins, báđar mćldar sama maídag, en sitthvort áriđ, 1942 og 1944. Ţetta er svo ótrúleg tilviljun ađ hún getur varla veriđ rétt - en ţessi gildi standa bćđi í Veđráttunni - og í úrkomutöflu sem var tölvuskráđ óháđ henni fyrir nokkrum árum. En ég hef ekki flett upp ţessum dögum í frumgögnunum. Viđ skulum ţví trúa ţessu ţar til annađ kemur í ljós.

Hvar á ađ stađsetja Ölkelduháls? Segir mađur viđ Hengil eđa ofan Hveragerđis - eđa hvađ?


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Ósjálfráđa skriftin"...  hehe... góđur eiginleiki.

Er ţađ ekki rétt munađ hjá mér ađ maí og september séu ađ jafnađi ţurrustu mánuđir ársins?

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.5.2011 kl. 07:05

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Maí er ţurrastur mánađa hér á landi, júní ađ vísu á fáeinum stöđvum úti viđ sjóinn. September er hins vegar úrkomumánuđur. Sjá má t.d. bloggpistil minn frá ţví um daginn.

Trausti Jónsson, 26.5.2011 kl. 00:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 33
  • Sl. sólarhring: 322
  • Sl. viku: 1607
  • Frá upphafi: 2350234

Annađ

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 1480
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband