Enn um hina mögnuđu árstíđasveiflu

Ég er óforbetranlegur áhugamađur um árstíđasveifluna eins og ákafir lesendur hungurdiska hafa e.t.v. orđiđ varir viđ. Ţađ er býsna merkilegt ađ árlega skuli skiptast á lítil ísöld og ákaft hlýskeiđ.

Hér á landi er árstíđasveifla hita ţó frekar lítil miđađ viđ ţađ sem gerist á meginlöndunum en sveifla loftţrýstings er stór og önnur heldur algengast er. En viđ lítum nú á árstíđasveiflu tveggja veđurţátta, annars vegar úrkomunnar en hins vegar međalvindhrađa.

Sveifla međalvindhrađans er svo eindregin ađ ekki ţarf mjög mikiđ magn gagna til ađ hún markist greinlega á blađ. Hér hef ég miđađ viđ međalvindrađa á landinu öllu frá 1949 til 2007. Úrkoman er erfiđari viđfangs. Mjög mikiđ suđ er í árstíđasveiflu úrkomumagns, úrkoman fellur oft ákaflega í stuttan tíma hverju sinni. Árstíđasveiflan sést ţó vel í 10 til 20 ára gögnum sé ađeins litiđ á mánuđina 12. Í ljós kemur ađ hún er oftast mest í október, en er einnig mikil á ţorra eđa góu.

Hins vegar ţarf mjög langar rađir til ađ sveiflan sjáist í meiri smáatriđum heldur en ţetta, t.d. frá degi til dags. Til eru tvćr mjög langar úrkomurađir hér á landi. Í Stykkishólmi var byrjađ ađ mćla haustiđ 1856 og sáralítiđ vantar upp á ađ mćlt hafi veriđ á hverjum degi síđan. Hin röđin er frá Djúpavogi/Teigarhorni. Einnig vantar lítiđ í ţá röđ. Hér lítum viđ á Stykkishólm.

Til ađ auđvelda lestur myndarinnar er hún látin ná yfir eitt og hálft ár, tímabiliđ janúar til júní sést tvisvar. Međ ţessu móti sjást áramótin betur.

w-arstidasv_r_og_f

Rauđi ferillinn sýnir međalvindhrađann. Hann er dásamlega samhverfur um miđjan janúar. Vindasamasti dagur ársins er hér 13. janúar. Skađaveđur eru ţá einnig í hámarki. Hćgastur er 1. ágúst - um verslunarmannahelgina. Ef önnur tímabil vćru undir hliđrast ţessar nákvćmu dagsetningar vćntanlega eitthvađ til.

Grái ferillinn er úrkomuákefđin, hún er ađ međaltali mest 12. október og ámóta ákafir dagar eru einnig rúmum mánuđi síđar og aftur um miđjan febrúar. Athyglisvert er óljóst lágmark í kringum áramótin. Ţessu ber alveg saman viđ ámóta lágmark í afli vestanvindabeltisins yfir Íslandi á sama tíma. Um ţađ hafa hungurdiskar fjallađ áđur.

Úrkomuákefđin er minnst 14. maí. Annađ lágmark er 18. júlí. Á milli ţessara tíma virđist úrkoma íviđ meiri. Spurning hvort ţađ er tilviljun, en munum ađ um 150 tölur liggja ađ baki hvers daggildis. Hćstu dagarnir innan ţessa litla „hámarks“ eru 12. júní og 29. júní. Úrkoman fer ađ aukast áberandi eftir miđjan ágúst. Síđar höldum viđ áfram ađ kanna árstíđasveifluna.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • halavedrid_pp
 • Slide8
 • Slide7
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 552
 • Sl. sólarhring: 746
 • Sl. viku: 3457
 • Frá upphafi: 1859992

Annađ

 • Innlit í dag: 495
 • Innlit sl. viku: 2963
 • Gestir í dag: 458
 • IP-tölur í dag: 433

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband