Sólarhringsúrkomumet í maímánuði

Nú skal byrjað þar sem frá var horfið í pistlaröðinni áður en Grímsvatnagos ruglaði hungurdiska í ríminu. Við lítum á sólarhringsúrkomumet veðurstöðva í maí. Fyrir nokkrum dögum rigndi meira sumstaðar austanlands en áður hefur gert í maí. Minnst var á líklega ástæðu þeirrar rigningar í pistli fyrir nokkrum dögum. Gerð skýringarmyndar þvælist í huga mínum - alla vega hefur mér ekki enn tekist að hrista hana fram úr erminni - hvorki á vitrænan hátt né með ósjálfráðri skrift. Má vera að hún detti út síðar.

En aðallistinn er í viðhenginu. Þar má finna fjóra lista, nördum til heilsubótar. Sá fyrsti sýnir mestu sólarhringsúrkomu í maí á sjálfvirku stöðvunum. Þar fyrir neðan eru mönnuðu stöðvarnar frá 1961 til 2010 (árið 2011 sumsé ekki með) og síðan eru eldri mælingar, eldri en 1961. Elsta metið er frá því í maí 1858 sýnist mér. Hér á að hafa sterklega í huga að úrkoma hefur aðeins verið mældi í örfá ár á sumum stöðvum, jafnvel aðeins eitt í sumum tilvikum. Varla þarf að taka fram að þær tölur eru lítt marktækar, auðvitað getur eitthvað sem kalla má metúrkomu hafa lent á mælingaári en líklegra er að það hafi ekki gerst.

Almennt er talið að mæla þurfi úrkomu í 20 til 30 ár til þess að tak náist á líklegri hámarksúrkomu stöðvarinnar.

Neðst eru síðan dægurmet maímánaðar, nýjum metum hefur ekki verið bætt við og nær listinn aðeins til 2010. Ein stöð, Kvísker í Öræfum, á þar 13 met af 31. Þar mældist mesta sólarhringsúrkoma á landinu í maí að morgni þess 16. 1973.

Hér eru hæstu sólarhringsgildin - í millimetrum:

ármánúrkstöð
197316147,0 Kvísker
200911136,0 Grundarfjörður
198622135,0 Siglufjörður
199811130,2 Bláfjöll, úrkomustöð
198920122,2 Kvísker
19938118,2 Grundarfjörður
19829110,0 Kvísker
200911107,2 Ölkelduháls
194225106,5 Hólar í Hornafirði
194425106,1 Hólar í Hornafirði
19787105,8 Snæbýli
200912104,2 Nesjavellir
19901103,2 Nesjavellir
19901100,0 Andakílsárvirkjun

Dagsetningin á við maímánuð. Stöðvarnar í Bláfjöllum og við Ölkelduháls eru sjálfvirkar. Talan frá 2009 í Grundarfirði á við sjálfvirku stöðina þar, en sú frá 1993 á við mannaða stöð sem þar var um nokkurra ára skeið. Sjálfvirk stöð var nýlega sett upp á Kvískerjum, en hún hefur aðeins mælt tvo maímánuði og hefur ekki enn hitt á mikla úrkomu á þeim tíma árs.

Ein ískyggileg tilviljun er í listanum hér að ofan, tölurnar frá Hólum í Hornafirði eru nærri því eins, báðar mældar sama maídag, en sitthvort árið, 1942 og 1944. Þetta er svo ótrúleg tilviljun að hún getur varla verið rétt - en þessi gildi standa bæði í Veðráttunni - og í úrkomutöflu sem var tölvuskráð óháð henni fyrir nokkrum árum. En ég hef ekki flett upp þessum dögum í frumgögnunum. Við skulum því trúa þessu þar til annað kemur í ljós.

Hvar á að staðsetja Ölkelduháls? Segir maður við Hengil eða ofan Hveragerðis - eða hvað?


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Ósjálfráða skriftin"...  hehe... góður eiginleiki.

Er það ekki rétt munað hjá mér að maí og september séu að jafnaði þurrustu mánuðir ársins?

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.5.2011 kl. 07:05

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Maí er þurrastur mánaða hér á landi, júní að vísu á fáeinum stöðvum úti við sjóinn. September er hins vegar úrkomumánuður. Sjá má t.d. bloggpistil minn frá því um daginn.

Trausti Jónsson, 26.5.2011 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg230325a
  • Slide15
  • Slide14
  • Slide13
  • Slide12

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 1341
  • Frá upphafi: 2455667

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1201
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband