Svalir dagar framundan?

Hungurdiskar kveðja nú kuldapollinn frá Svalbarða að sinni - eftir að sýna af honum eina mynd enn. Það er þykktarspá hirlam-líkansins sem gildir um hádegi á laugardag. Heildregnu línurnar sýna þykktina, en lituðu fletirnir hitann í 850 hPa (um 1300 m hæð).

w-blogg210511a

K-ið er við miðju kuldapollsins. Ég hef sett rauða línu sem sýnir því hversu litlu munar frá spám um leið hans snemma í vikunni. Aðeins munar um 200 km, jafnvel minna. Við sjáum að innsta þykktarlínan er 5100 metrar - vetrarkuldi - og allmikill bratti er austur til Íslands, 5280 metra línan liggur yfir Reykjavík. Hér munar 180 metrum eða um 9°C. Hefði pollurinn farið austar hefði þykktin í miðju hans verið nokkru hærri en hér er sýnt, hlýr sjór nær Íslandi hefði kynt undir. En við sleppum sum sé við úrkomugusu hér suðvestanlands - eða þannig hljóma spárnar. Kuldamet eru varla í hættu. Annars hefur ekkert mjög oft orðið kaldara í kringum 20. maí. Við getum kíkt á það ef kuldinn þrjóskast við fram eftir næstu viku.

Þeir sem fylgst hafa með pistlunum undanfarna daga hafa séð vestrænu kuldapollana veslast upp á leið austur yfir hafið. Síðustu leifarnar eru við Austurland. Rigningin eystra á fimmtudag og föstudag á trúlega uppruna sinn í raka sem gufaði upp undir vestankuldanum og var síðan sturtað niður, m.a. í úrkomumæla. Annars er ekki alltaf auðvelt að greina hvaðan raki kemur sem veldur úrkomu og verður að hafa fyrirvara á þeim einföldunum sem hér er varpað fram - þetta virðist bara blasa við.

En nú taka við nokkrir dagar þar sem leifar vestan- og norðankuldanna sullast í hringi hér á N-Atlantshafi. Loftið hlýnar, en jafnframt dregst eitthvað af nýju köldu lofti inn í kerfirn úr norðri. Getur það orðið flókinn söguþráður. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort fylgst verður með sullinu hér á hungurdiskum. Næsta stóra úrkomugusa á að lenda á Norðausturlandi á mánudag (þann 23.). Spár um framhaldið á því eru ekki efnilegar - en auðvitað mjög óvissar.

Í næsta pistli verður sennilega birtur listi um mestu úrkomu á veðurstöðvum í maí - fyrir okkur metafíklana.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Cool days ahead .. það er ekki slæmt ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.5.2011 kl. 08:17

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Auðvitað er það slæmt. Það er alltaf slæmt að fá svona kuldahret seint i maí.

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.5.2011 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 34
 • Sl. sólarhring: 83
 • Sl. viku: 1502
 • Frá upphafi: 2356107

Annað

 • Innlit í dag: 34
 • Innlit sl. viku: 1407
 • Gestir í dag: 34
 • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband