13.5.2011 | 01:06
Hvað getur orðið kalt í maí?
Það skýtur nokkuð skökku við að fara að ræða um kulda núna þegar fyrstu 12 dagar maímánaðar hafa að meðaltali verið þeir hlýjustu í Reykjavík að minnsta kosti síðan 1948, hitinn er nú 8,5 stig, 3,7 stig yfir meðallagi. rétt sjónarmun hærri en fyrstu 12 dagarnir 1961. Yfir til nimbusar með þau mál.
Ég er afskaplega tregur til þess að láta eitthvað frá mér fara um framtíðina en samt má segja að sá vestræni kuldi sem var að sleikja sér upp við okkur þar til nýlega virðist helst ætla að líta við aftur. Meir um það - ef eitthvað verður úr, en það er langt í frá víst.
En hér lítum við á dægurlágmörk maímánaðar bæði á landsvísu sem og í Reykjavík og á Akureyri.
Bláa línan sýnir stöðvar í byggð, en rauð allar stöðvar. Stöðvar á háfjöllum eru smám saman að ryksuga upp öll dægurmet maímánaðar og sumarmánaðanna einnig. Köldustu byggðastöðvarnar eru samkeppnishæfari yfir veturinn. Það stafar af mismunandi eðli vetrar- og sumarlágmarka. Á vetrum verður kaldast á flatlendi ofan við hálendisbrúnina og þar með einnig í efstu byggðum á landinu norðaustanverðu. Þetta gerist í björtu veðri og hægu.
Við sömu skilyrði getur einnig orðið mjög kalt á nóttum að sumri og sömu stöðvar grípa þá oft lægstu lágmark einhverrar tiltekinnar nætur og eru kaldari heldur en háfjallastöðvarnar. En nóttin er stutt og þótt útgeislunin sé öflug getur sá kælingarháttur ekki keppt við þann kulda sem verður á fjallatindum í hvössum vindi sem kældur hefur verið af áköfu þvinguðu uppstreymi í fjallshlíð.
Þessi síðastnefndu skilyrði eru frekar sjaldgæf en samt - stöðvarnar á Gagnheiði og á Brúarjökli verða láglendismetunum yfirsterkari.
Það er áberandi á þessari mynd hversu miklu kaldari dagar í byrjun maí hafa orðið heldur en þeir síðustu. Leitnilínurnar sýna 9 stiga hækkun (rauð og blá punktalína) frá upphafi til enda mánaðar. Myndin tekur strangt tekið aðeins til tímabilsins 1924 til 2010. Ég hef skimað eftir lægri tölum í eldri mælingum en sú grófa leit skilaði ekki nema einu dægurlágmarki. Lágmarkið þann 18. (-12,2°C) er frá því í maí 1888 og var mælt á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi. Það var Séra Valdimar Briem, alþekkt sálmaskáld á sinni tíð, sem athugaði. Sálmar hans eru enn sungnir. Hann athugaði fyrst í Hrepphólum en sú stöð gekk um hríð undir nafninu Ørebak Indlandstation í bókum dönsku veðurstofunnar.
En lægsti hiti sem mælst hefur á landinu í maí er -17,4 stig, þann 1. árið 1977. Það vekur athygli á myndinni hversu mikið frost mældist þann 19. 1979, -17,0 stig á Brú á Jökuldal. Talan er 7 stigum undir bláu leitnilínunni og samsvarar þannig -23 stigum þann 1. - vel að merkja í byggð. Hversu lengi megum við bíða þess dags? Kannski að Gagnheiði eða Brúarjökull útvegi hann á næstu árum - en ég vil sem minnst hugsa um það afleita hret með hvössum -14 stigum á Héraði.
Lægsti hiti í Reykjavík mældist -9,1 stig þann 9. árið 1892 og á Akureyri er metið -10,4 stig, þann 1. árið 1968. Frost hefur orðið alla daga maí í Reykjavík, hæsta lágmarkið er orðið gamalt, -1,4 stig, þann 28. árið 1921 - það met hlýtur að falla fljótlega. Hæsta lágmark á Akureyri er líka gamalt, -1,5 stig þann 31. árið 1915. Það hret er merkilegt fyrir þær sakir að tuttugustualdarendurgreiningin sem stundum er vitnað í á hungurdiskum reiknar hæstu þykkt maímánaðar aðfaranótt þess 30., 5577 metra. Vel má vera að það sé nærri réttu lagi.
Metalistinn er í viðhenginu. Þar má einnig finna dægurlágmarkshita Reykjavíkur og Akureyrar í maí. Akureyrarlistinn er í vinnslu og þar verður að hafa í huga að engar lágmarkshitamælingar voru gerðar á Akureyri fyrr en 1937 og eldri tölur eru því lesnar á athugunartímum. Það flækir einnig málið að athugunartímar voru misjafnir - mislangt frá líklegum lágmarkshitatíma sólarhringsins, röðin er því langt í frá einsleit en það eiga svona raðir strangt tekið að vera. En listinn er reyndar mest hugsaður til gamans.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:39 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 204
- Sl. sólarhring: 295
- Sl. viku: 3463
- Frá upphafi: 2440607
Annað
- Innlit í dag: 181
- Innlit sl. viku: 3136
- Gestir í dag: 159
- IP-tölur í dag: 156
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Nú langar mig að spyrja þig til gamans: Hvað er gott veður? Til er fólk sem heldur því fram að öll veður séu góð en svo eru aðrir sem eru alltaf annaðhvort að drepast úr kulda eða hita. Finnst ekki einhverjum rigningin góð o.s.frv. En er til eitthvert vísindalegt svar við spurningunni?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 13.5.2011 kl. 09:53
Engin almenn skilgreining er til á góðu eða vondu veðri - sitt sýnist hverjum. Emil Hannes - bloggari hefur í áratugi flokkað veður í gott og vont og gefið því einkunn daglega, nýlega birti hann skýringar á bloggi sínu - ég mæli með því. Eitthvað hef ég séð frá Bretlandseyjum - mörg veðurnörd þar - og einhverja sovétska flokkun sá ég einhvern tíma. Kannski að veður hafi þar skánað í takt við 5-ára áætlanir.
Trausti Jónsson, 16.5.2011 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.